Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1990, Side 28

Ægir - 01.09.1990, Side 28
480 ÆGIR g/90 sem hætt heföu viðskiptum við íslendinga vegna stefnu þeirra í hvalveiðimálum. í Bandaríkjunum hættu nokkrar veitingahúsa- og skyndibitakeðjur viðskiptum eða drógu úr þeim og hálft annað hundrað fræðsluráða ákvað að hætt yrði að kaupa íslenskan fisk fyrir skólamötuneyti á þeirra vegum. Hins vegar olli það mestu írafári á íslandi þegar tvö þýsk stórfyrirtæki hættu að kaupa íslenskt lagmeti, Tengelmann- keðjan í október og ALDI í árs- byrjun 1989. Þá urðu raddirnar háværastar sem vildu hætta hval- veiðum hér á landi. Bæði laga- frumvarp og ályktunarti llaga komu fram á Alþingi um það efni og forsætisráðherra lýsti því yfir að vel kæmi til greina að fella veið- arnar niður síðasta sumar rann- sóknaráætlunarinnar. Sjávarút- vegs- og utanríkisráðherra lögðust hins vegar báðir eindregið gegn því og stjórnvöld héldu kúrs í mál- inu. Hinum umdeildu vísindaveið- um íslendinga lauk því á áætlun sumarið 1989. Jafnframt lýsti sjáv- arútvegsráðherra því yfir að engar frekari hvalveiðar yrðu stundaðar fyrr en Alþjóðahvalveiðiráðið hefði gert úttekt sína á hvalastofn- unum við ísland á ársfundum sínum árin 1990 og 1991 og endurmetið bannið við veiðum í atvinnuskyni. Grænfriðungar til- kynntu þá að þeir hefðu látið af herferð sinni. Ef íslendingar hins vegar tækju aftur upp hvalveiðar síðar myndu samtökin blása til orrustu gegn þeim á ný, hvort sem veiðarnar færu fram með leyfi hvalveiðiráðsins eða ekki. Hvalveiðiráðið, Grænfrið- ungar, íslensk og bandarísk stjórnvöld Á síðunum hér að framan hefur þróun hvalamálsins verið rakin. Við skulum nú reyna að skýra eilítið frekar samspilið á þessu leiksviði þar sem aðalleikararnir eru fjórir; íslensk stjórnvöld, Alþjóðahvalveiðiráðið, bandarísk stjórnvöld og Grænfriðungar. Byrjum á deilunni við bandarísk stjórnvöld. Er Bandaríkjastjórn vondu karlarnir? Eins og fyrr segir ákvað Alþingi með einsatkvæðis meirihluta að mótmæla ekki tímabundnu banni hvalveiðiráðsins við veiðum í atvinnuskyni. Þá þegar láta Bandaríkjamenn til sín taka í mál- inu. Án möguleikans á þving- unum af þeirra hendi er alls óvíst að íslendingar hefðu látið banninu ómótmælt. Greinarhöfundur telur sjálfur næsta víst að þá hefði Alþingi tekið aðra ákvörðun og íslendingar haldið áfram hval- veiðum í atvinnuskyni fyrst um sinn. Umræðan á Alþingi snérist að miklu leyti um viðskipta- þvinganir Bandaríkjamanna ef íslendingar mótmæltu. Samt var svo mjótt á munum við atkvæða- greiðslu. Án þessa andrúmslofts þvingunar og viðskiptahagsmuna erlendis hefði atkvæðagreiðslan farið verulega á hinn veginn. En þetta er persónulegt mat á aðstæð- um, sem aldrei verður sýnt fram á hvort er rétt. En bandarísk stjórnvöld tóku ekki upp á því að reyna að kúga vestræna og austræna samstarfs- menn sína í efnahags- og varnar- málum vegna þess að þeim hafi fundist það siðferðilega rétt fram- ganga í þessu tiltekna máli. Þau voru ekki alveg sjálfráð. Banda- ríkjaþing hafði sett lög í þessu efni, eins og fyrr segir, sem stjórn- völdum var að sjálfsögðu strangt til tekið skylt að fara eftir. Næsta víst er að bandarísk stjórnvöld hefðu aldrei látið sér detta í hug að beita efnahags- þvingunum gegn þessum þjóðum vegna veiða á hvölum ef þau hefðu haft um það frjálsar hendur. Til þess voru allt of miklir hagS' munir í húfi fyrir Bandaríkin sjá Þær voru til að mynda allar námr bandamenn þeirra í hermálum- Efnahagsþvinganir eru óvinaað gerð. Sú þjóð sem beitir þeim er óvinaþjóð. Hermál og landvarn|r eru tvímælalaust margfalt mik1' vægari en veiðar á einhverjum hvölum í augum stjórnvalda risa- veldis. Það er áhugaverð spurning- hvort Bandaríkjastjórn heföi í raun nokkurn tíma farið eftir þessum lagaákvæðum heldur, ef ej^1 hefði komið til þrýstingur frá nátt- úruverndarsamtökum þar í landi- Það er alls óvíst og raunar ýmisleg* sem bendir til að þau hefðu ekki gert það. Dæmi þar um er óviljj bandaríska viðskiptaráðherrans ti að gefa út staðfestingarkæru a hendur Japönum vegna áfram- haldandi hvalveiða þeirra 1 atvinnuskyni. Hann gerði frekar samkomulag við þá og varði það allt upp í Hæstarétt þegar náttúru- verndarsamtökin stefndu honum til að gefa kæruna út. Seinna meir gaf hann út kæru, þegar Japanir hófu vísindaveiðar eins og íslend- ingar. En þá urðu viðbrögð forseta þau ein að afnema veiðiheimildir Japana í bandarískri lögsögu sem engar voru. Innflutningsbann var aldrei sett á. Og ekki verður annað sagt en að bandarísk stjórnvöld hafi lagt talsvert á sig til að ná samkomulagi við íslendinga- Kannski einhver leiti síðar svara við spurningunni um áhrif náttúru- verndarsamtaka á athafnir banda- rískra stjórnvalda í hvalamálinu- Hún er nógu áhugaverð. Deilan um ályktanir hvalveiði- ráðsins og vísindaveiðar Aðstæður voru þessar: Stofn- sáttmáli Alþjóðahvalveiðiráðsins frá árinu 1946 setur það í vald stjórnvalda hvers aðildarríkis hvort þau gefa út leyfi til lands- manna sinna til vísindarannsókna

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.