Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 12
464 ÆGIR g/90 tillit til athugaverðra veðurfyrir- bæra á skipunum. Fjöldi skipa- skeyta verður því minni og jafnari en áður, en nú eru þau alltaf frá engu og upp í 20 eða meira, og þá oft mörg frá litlu svæði. Önnur breyting er sú, að í stað breiddar og lengdar verður tekið fram hvað skipið sé langt frá næsta annesi og í hvaða stefnu. Það hygg ég að flestum þyki greinilegra. Sagt verður frá veðri á skipum 8 sinnum á sólarhring í stað þess að áður var það aðeins gert þrisvar. Áður var nefnt að þetta nýja form veðurfregna yrði lesið í heild inn á símsvarann, en fram að þessu hefur nokkuð vantað á það. Engar veðurlýsingar eru nú á sím- svaranum og spáin fyrir djúpin ekki heldur. Sumir hafa látið sér detta í huga að fækka þessum spám fyrir djúpin, lesa þær ekki nema í annað hvert skipti. Ég skal viðurkenna að á tímabili hallaðist ég að þessu sjálfur, en mótmæli margra sjómanna hafa sannfært mig um, að þessar spár séu býsna gagnleg uppfylling á spá fyrir land og mið. Djúpspárnar gefa víðtækt yfirlit á einni mínútu og segja mönnum oft, hvaða veður er að nálgast hin grynnri fiskimið. Fyrir sjómenn norðan lands skiptir til dæmis miklu máli um sjólagið, hvort á Norðurdjúpi er rakin norðanátt eða hæg austanátt. En sé veðurspáin og veðurlýsingin lesin á símsvara, ætti líka að vera óþarfi að tvílesa spána, eins og gert hefur verið fimm sinnum á sólarhring. Auk þess eru segul- bandstæki í flestra eigu nú orðið og auðvelt að taka veðrið upp þó að ekki séu aðstæður til að hlusta grannt á spána. Og frá og með 1. október verður einmitt þessum tvílestri hætt að beiðni útvarps- manna. Það finnst mér útlátalítið, en aðrar breytingar verða ekki gerðar þá. Ég fullyrði ekki að breytingarnar um áramótin muni tryggja að við fáum veðurfregnir líka á Rás 2 en gerir mér þó vonir um það. Aörar breytingar Þá er að minnast á aðrar hugs- anlegar breytingar, sem til fram- fara gætu orðið. T.d. veðursjána, sem verður farið að nota í október og greinir úrkomusvæði í allt að 240 km fjarlægð frá Miðnesheiði. Það hefur komið til tals, að við sendum Bretum myndir frá henni á klukkutíma fresti með síma, en í staðinn fengjum við skýjamyndir frá kyrrstæðu gervitungli yfir mið- baug, en það sýnir sig hvort af því getur orðið. Frá þessu kyrrstæða gervitungli sést nokkuð norður fyrir ísland og inn á Grænland og yfir hafið suður af landinu, allt til Nýfundnalands og austur um Evrópu. Af þessu gætu orðið tals- verð not. Það væri mikil framför að auka vindathuganir á miðunum í kringum landið. Ein leiðin til þess væri að biðja valin skip að senda vindathugun með tilkynningum til Skyldunnar tvisvar á dag, jafnvel oftar. Málið er í könnun og undit' búningi í loftskeytastöðinni Gufunesi, og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þessu yö' komið í kring bráðlega. í upph3*1 er líklega rétt að byrja á svo sem 10—20 skipum, einum 10 smá- bátum og nokkrum strandferða- skipum. Síðar meir er hugsanleg* að tengja þessar athuganir sjalF virkum tilkynningum frá skipum< eins og um er rætt, með því a hafa vindmæla um borð og tengia þá við sendistöðina. Þar me fengjust athuganir á öllum átta athugunartímum á sólarhring, en um það nýja sjálfvirka kerfi er nokkur óvissa, enn sem komið er- Nú er líka í athugun hvort brátt verði fáanleg Navtex-tæki me tveimur rásum, en það gæti gert mögulegt að senda sjómönnum allar veðurspár á fjarrita. Þá lægju nýjustu veðurfregnir alltaf fyr,r prentaðar, en tækið sem til þart kostar ekki öllu meira en 60-80 þúsund krónur. Höfundur er Veðurstofustjóri. BOSCH DIESELÞJÓNUSTA BRÆÐURNIR ©ORMSSONHF Lágmúla 9, sfml: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.