Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 18
470 ÆGIR 9/90 ingum á textaformi um einstök skip. Jafnframt munu starfsmenn tilkynningaskyldunnar geta kallað fram hvers konar upplýsingar um einstök skip, flokka skipa eða haf- svæði. Gera má ýmis konar útreikninga m.a. á myndskjánum. Til dæmis má með einfaldri að- gerð finna fjarlægð og stefnu skipa hvort frá öðru eða frá stöðum á landi. Dæmi um myndræna fram- setningu af þessu tagi má sjá á mynd 2, en þar sést Aðalbjörg RE að veiðum skammt frá Akranesi og Akraborg á fullri ferð á leið til Reykjavíkur. Fjarlægð og stefnu skips má finna með því að draga „gúmmístreng" milli punkta á skjánum og lesa niðurstöðuna á talnaformi. Augljóst er, að tölva eftirlits- stöðvarinnar verður að hafa mikla afkastagetu, geta geymt gögn í stórum stíl og gefa mikla mögu- leika á myndrænni framsetningu. Á mynd 3 má sjá vinnustöð af þeirri gerð, sem notuð er í miðstöð tilkynningakerfisins. Sérstaklega er mikilvægt, að samskipti manns og tölvu séu vel hönnuð, þ.e. að upplýsingar séu settar fram á aðgengilegu formi og auðvelt sé að kalla fram gögn um einstök skip. Núverandi kerfi Eins og áður var getið var komið upp einföldu tilraunakerfi á árinu 1984, sem notað var til að fá fyrstu reynslu af tæknilegri útfærslu slíks kerfis. Hinsvegar var Ijóst að þróa yrði mun fullkomnara kerfi til þess að ná þeim markmiðum, sem sett voru fram í upphafi þessarargrein- ar. Því var á árinu 1986 hafist handa um þróun kerfis, sem nota mætti til þess að gera rekstrartil- raunir og gæti orðið fyrsta skrefið í uppbyggingu heildarkerfis fyrir til- kynningaskylduna. Þetta verkefni hefur reynst all viðamikið, enda tók nærri þrjú ár að koma nýja til- raunakerfinu í gang. Þetta stafar einkum af því, að kerfi af þessari gerð samanstendur af allmörgum einingum og undirkerfum, sem tengjast saman. Á hinn bóginn hefur aðeins verið kleift að vinna að meðaltali tvö ársverk á ári við þetta verkefni. Það er vel þekkt að þróunarvinna við kerfi af þessu tagi vex ekki í beinu hlutfalli við fjölda þátta heldur mun hraðar. Þetta á ekki síst við um kerfi, sem byggjast að miklu leyti á hugbún- aði. í þróun sjálfvirka tilkynninga- kerfisins hefur verið lögð áhersla á að staðla hugbúnað og vélabúnað eftir föngum. Þannig er sami grunnhugbúnaður notaður bæði 1 skipstöð og landstöðvum, sV° dæmi sé nefnt. Á mynd 4 má sja landstöð í prófun á kerfisverk- fræðistofu. Kerfið, sem hefur verið í 11' raunarekstri undanfarin tvö ar> uppfyllir í aðalatriðum flestar kröfur, sem gerðar eru til endan- legs rekstrarkerfis. Þannig má not3 allan vélbúnað þess án breyting3- Frekari þróun og fullkomnun kerfisins felst fyrst og fremst 1 breytingum á hugbúnaði, sem gera þyrfti til að auka afköst og tryggja öryggi gagnasambanda og koma upp fullkomnu eftirliti 1 miðstöð. Miðstöðin, sem fram til þessa hefur verið í VR-3, húsi verkfrseði- deildar, byggist á tölvuvinnustöð af HP-9000/360 gerð, sem er búin fullkomnum litaskjá auk nauðsyn- legra jaðartækja. Þessi tölva notar UNIX stýrikerfi og er allur hug' búnaður fyrir miðstöð kerfisins saminn á C forritunarmálinu- UNIX stýrikerfið og C málið gera hugbúnaðinn að mestu óháðan vélbúnaðinum og gefa kost á að breyta um tölvu án mikils kostn- aðar vegna hugbúnaðarbreytinga- Mikil áhersla er lögð á framsetn- ingu gagnanna og er stöðug1 unnið að frekari þróun þessa hug- búnaðar. Innan skamms verður miðstöðvartölvan flutt til tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa í husi Slysavarnafélags íslands. Þá mun hefjast nýr þáttur í tilraunarekstr- inum, þar sem starfsmenn tilkynn- ingaskyldunnar geta fylgst með kerfinu í daglegum rekstri. Auk aðaltölvunnar er miðstöðin búin fjarskiptastöð, sem getui" kallað upp skip en er fyrst og fremst notuð til samskipta við aðallandstöð kerfisins. Þar sem langdrægi frá VR-3 er næsta lítið, var komið fyrir búnaði í fjarskipta- stöð Flugmálastjórnar í Bláfjöllum sumarið 1988. Þessi stöð, sem sjá má á mynd 5, hefur allt að 70 Mynd. 3. Ragnar Þórisson tölvufræðingur við vinnustöð af þeirri gerð, sem notuð er í miðstöð tilkynningakerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.