Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 26
478 ÆGIR 9190 áhrifum alþjóðlegra náttúruvernd- unarsamþykkta sem Bandaríkin séu aðili að. Samkomulag við Bandaríkja- stjórn um aukna hvalkjöts- neyslu heimafyrir Alíti bandaríski viðskiptaráð- herrann að ríki dragi úr slíkum áhrifum ber honum að senda for- setanum staðfestingu á því. Forset- inn er þá skyldur til að setja þegar í stað hömlur á veiðiheimildir við- komandi ríkis í bandarískri lög- sögu, ef einhverjar eru, allt upp í að afnema þær með öllu. Innan 60 daga verður hann síðan að taka ákvörðun um hvort hann setur höft á innflutning sjávarafurða frá ríkinu. Ákveði hann að gera það ekki, eða aðeins að hluta, ber honum að skýra sjónarmið sín í bandaríska þinginu að þessum tíma liðnum. Með ályktun ársfundar hval- veiðiráðsins árið 1986 var komin forsenda fyrir beitingu bandarísku laganna gegn íslendingum, þar sem veiðar þeirra uppfylltu ekki annað meginskilyrði ályktunar- innar fyrir vísindaveiðum. Þeir seldu nefnilega meginhluta hval- kjötsins til Japans. Náttúruvernd- arsamtök í Bandaríkjunum þrýstu ákaflega á um að viðskiptaráð- herrann sendi staðfestingarkæru til forsetans og hann hótaði að gera það. íslendingum tókst samt að semja við bandarísk stjórnvöld um veiðar á árinu 1986 án þess að staðfestingarkæra hlytist af. Var sæst á þá túlkun á orðalagi álykt- unar hvalveiðiráðsins að 51% kjöts og annarra afurða hvalveið- anna skyldi neyta innanlands, en 49% mætti flytja út án þess að bryti í bága við ályktunina. Sam- komulagið þýddi raunar að stór- auka varð hvalkjötsát á íslandi ellegar fylla frystigeymslur eða fleygja því- á sama tíma og hvalir voru friðaðir. En þegar árið eftir lögðu Banda- ríkjamenn fram á ársfundi hval- veiðiráðsins tillögu til ályktunar um enn frekari takmörkun á leyfum til hvalveiða í vísinda- skyni. Samkvæmt henni var það fært í vald ráðsins sjálfs að ákveða hvort einstakar vísindaveiðar hlytu samþykkt eða synjun, að teknu til- liti til skýrslu vísindanefndarinnar. Var hún samþykkt. Það var líka ályktun sem skoraði á íslensk stjórnvöld að afturkalla leyfi sitt til vísindaveiða. íslensku fulltrúarnir á fundinum mótmæltu báðum ályktunum harðlega og lýstu þvl yfir að þær væru með öllu ólög- mætar, þar sem taka hvala í vís' indaskyni væri undanþegin vald- sviði ráðsins samkvæmt áttundu grein stofnsáttmála þess. Ráðið gæti ekki með ályktunum eða öðru takmarkað viðfangsefni sem það hefði ekkert með að gera. En hvað sem mótbárum íslendinga leið vofði önnur staðfestingarkæra yfir vegna þessara ályktana ráðsins. Herinn og Ottawa-sam- komulagið íslensk stjórnvöld drógu nú engan dul á að kæra bandaríska viðskiptaráðherrans myndi draga önnur samskipti ríkjanna inn ' deiluna. Mikilvægustu samskipti landanna fyrir Bandaríkjamenn eru samvinnan í NATO og her- stöðin á Miðnesheiði. Utanríkis- ráðherra þreyttist ekki á að minna Bandaríkjamenn á skoðana- könnun dagblaðs sem sýndi mjög minnkandi fylgi við veru varnar- liðsins hér á landi og fór fram á viðræður ríkjanna „á breiðum grundvelli." Bandaríkjamenn urðu ekki við þeirri bón. Formlegt samkomulag um hval- veiðar íslendinga í vísindaskyni, kennt við Ottawa í Kanada, tókst að endingu með ríkjunum í sept- ember árið 1987 eftir töluvert brambolt. Álitu margir hér á landi að hótanir um að láta hart mæta hörðu hefðu þvingað Bandaríkja- menn til samkomulagsins. Bandaríska viðskiptaráðuneytið skuldbatt sig til að staðfesta ekki við forsetann að veiðar tiltekins fjölda dýra á því ári eða í framtíð- inni drægju úr áhrifum verndunar- aðgerða Alþjóðahvalveiðiráðsins, að því tilskildu að íslendingarfæru að vísindalegum tilmælum vís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.