Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 27
9/90 ÆGIR 479 Jaf ane^ndar hvalveiðiráösins. n rarr>t myndu ríkin tvö vinna ^arr|eigin|ega að tillögum að reytingum á starfsháttum nefnd- ar'nnar í því skyni að auka traust rtlanna á henni. ^ulltrúar íslands og Bandaríkj- anna hittust síðar til að ræða pSsar hugmyndir að sameigin- ngum tillögum að breytingum á V|s'ndanefndinni, en þær komust adrei af umræðustiginu. Samt °ldu íslensk stjórnvöld að við- r*ðurnar hefðu gert talsvert gagn í PV| að opna augu Bandaríkja- i^anna fyrir sjónarmiðum íslend- 'n8a. þa5 var mj|<ilVaegt vegna Wrlendra laga, en ekki síður Ve8na ítaka þeirra í hvalveiðiráð- 'nu- Afstaða þeirra á ársfundum e°i miklu um framgang mála. uk þess tók vísindanefndin upp ®kv*ði um vistfræðilegt samhengi ^valveiða í starfsáætlun sína, í rarnhaldi af samkomulaginu og °rrnlegum umræðum um þessar . u8myndir í nefndinni. íslend- ln8ar höfðu beitt sér fyrir því að starf hvalveiðráðsins og nefnda pss tæki mið af jafnvægi í vist- ed' sjávar í heild, í stað þess að e|nblína á hvali. Arsfundur hvalveiðiráðsins árið 988 ályktaði að veiðar íslendinga st®ðust ekki öll skilyrði ráðsins j/r,r vísindaveiðum, en skoraði í 7etta sinn ekki með beinum hætti a stíórnvöld að afturkalla leyfi sitt, e|dur fór fram á skýrslu um veið- amar fyrjf næsta ársfund. Fulltrúar andarískra og íslenskra stjórn- Va^da ræddust við í Reykjavík í /amhaldi af fundinum. Þar var llst á minnkun kvóta frá fyrra ári °8 að bandaríska viðskiptaráðu- neytið gæfi ekki út staðfestingar- kaeru. /^rsfundur Alþjóðahvalveiði- rabsins árið 1989 ályktaði enn sér- staklega um vísindaveiðar íslend- 'n8a. Nú brá hins vegar svo við að ðið fór aðeins fram á endur- s °ðun á fjölda veiddra dýra þetta síðasta ár vísindaveiðanna, en ályktaði ekki að þær stríddu gegn skilyrðum þess um slíkar veiðar. Enn síður að íslendingar skyldu hætta þeim. íslendingar gátu því lokið veiðunum án hættu á stað- festingarkæru. Önnur hlið þessa deilumáls hafði hins vegar valdið þeim miklum áhyggjum næstliðin tvö ár. Skal nú drepið á henni. Grænfriðungar biása til orrustu gegn íslendingum Þegar Ottawa-samkomulag ríkj- anna var í höfn haustið 1987 til- kynntu alþjóðasamtök Crænfrið- unga að þau hefðu ákveðið að fara í áróðursherferð gegn íslenskum sjávarafurðum á mikilvægustu mörkuðum íslendinga í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Og þau stóðu við það. Herferðin fór hægt af stað, í febrúar og mars 1988, en þungi hennar jókst jafnt og þétt, einkum í Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi. í þessum tveimur löndum einum náðu samtökin sannanlegum árangri, en hann var líka umtalsverður og olli í lokin miklum áhyggjum á íslandi. Samtökin beittu sér á tvennan hátt. Annars vegar hvöttu þau almenning til að kaupa ekki íslenskar sjávarafurðir eða gera kaup sín hjá fyrirtækjum sem buðu upp á þær. Hins vegar þrýstu þau á fyrirtækin að hætta viðskiptum við íslensk sölufyrir- tæki sjávarafurða, með hótunum um að samtökin hvettu fólk til að versla ekki hjá þeim og með mót- mælagöngum fyrir utan sölustaði þeirra. Grænfriðungar stefndu banda- ríska viðskiptaráðherranum fyrir rétt í byrjun ágúst 1988 til að freista þess að fá hann dæmdan til að staðfesta við forsetann að vís- indaveiðar íslendinga drægju úr verndunarmarkmiðum Alþjóða- hvalveiðiráðsins. íslensk stjórn- völd lögðu þunga áherslu á að Bandaríkjastjórn yrði að standa við sitt og hún ákvað að verja málið af öllum mætti. Dómur féll hins vegar ekki áður en rannsókn- aráætlun íslendinga lauk haustið 1989 og var málinu þá vísað frá. Áróðursherferðin bar lítinn árangur fram eftir sumri árið 1988, en með haustinu fóru að berast sífellt fleiri fregnir um fyrirtæki Langreyður. Mynd: Jóhann Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.