Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1990, Síða 10

Ægir - 01.10.1990, Síða 10
514 ÆGIR 10/90 „Miðunarstöð er í skipinu og mun það vera fyrsta skipið sem hefur þau tæki". í fyrstu veiðiför hins nýja togara tókst ekki betur til en svo, að hann strandaði og eyði- lagðist við Grindavík er hann var á heimleið eftir veiðiför á Selvogs- banka þann 3. apríl 1926. Mann- björg varð. Áttavitaskekkju var einkum kennt um þetta síðasta strand. Ekki voru þó allir á því máli, heldur vildu kenna um jarð- raski og framkvæmdum í Sörla- skjóli. Laust upp úr miðjum apríl varð verslunarstjóri fyrirtækisins bráðkvaddur. Eftir þessa dapur- legu atburði fékk fiskverkunar- stöðin í Sörlaskjólinu á sig nafnið „Draugastaðir". Veldi H. P. DUUS tók nú að hnigna. Þetta stóra og mikla fyrirtæki sem hafði höfuð stöðvar sínar í miðbænum hætti störfum um 1930. Hængur hf. („Baldursstöðin") sem gerði út togarann Baldur, tók við fiskverkuninni ettir að DUUS hætti. Margir hluthafa í Hæng munu hafa verið bændur austur í sveitum er hugðust efnast á tog- araútgerð og fiskverkun. Runólfur Magnússon fiskmatsmaður, faðir Magnúsar togaraskipstjóra og síðar hafnsögumanns í Reykjavík var verkstjóri hjá Hæng um tíma. Laust fyrir 1950 tók við rekstri stöðvarinnar Guðmundur Eiríks- son er verið hafði verkstjóri hjá Alliance á Þormóðsstöðum í rúma tvo áratugi. Rak hann fiskverkun þarna undir eigin nafni fram til um 1960. Þá kom til sögunar Sölu- samband ísl. fiskframleiðenda (SÍF) sem tók stöðina á leigu. Þar var safnað saman fiskbirgðum utan af landi er biðu útflutnings frá Reykjavík. Starfsemi lauk í stöðinni um 1967. Skömmu síðar voru húsin rifin. Sér þar nú engin merki fyrri starfsemi utan steyptrar gólfplötu fiskverkunarhússins. Næsta fiskverkun var skamj11 undan. í kverkinni milli Sö(a skjóls og Faxaskjóls var fiskver u er tilheyrði býlinu Sveinsstöðu er stóð við mót Nesvegar Kaplaskjólsvegar. Það var kerm við Svein þann er þar reisti ^ fyrstur árið 1880 og var fys | húsið sem byggt var í Skjólunum- ^ upphafi var þar eingöngu breid fiskur fyrir Geir Zöega, en siða, var reist fiskverkunarhús. Fyrir P 'stóðu bræðurnir Steingrímur Gísli Sveinssynir. Steingrímn hafði lengi verið verkstjóri í l's , verkun Kveldúlfs í Melshúsum ^ Seltjarnarnesi. Fiskurinn breiddur á sjávarkambinn v' Sörlaskjólið. Fiskverkun lauk Pa um 1940 og húsið var rifið 197 1978. í Austurkoti við Faxaskjól bjo lengi Halldór Halldórsson frájö á Kjalarnesi. Tók hann um ára 1 fisk heim til breiðslu fyrir Alliance Loftmynd af Reykjavík 1929. Fiskverkunin Dvergur (efri) er fyrir miðri mynd, neðri Dvergur er við Selsvör. Fiskverkuna ^ og fiskbreiðslureitir Alliance hf. og Hauksfélagsins eru ofarlega t. v. við vesturhöfnina og efst til hægri á myndinni eru flekkir. Það eru fiskreitir (f.v) á Kirkjusandi, reitir Oturstöðvarinnar og síðan (efst t.h.) reitir Arastöðvarinnar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.