Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1990, Page 14

Ægir - 01.10.1990, Page 14
518 ÆGIR Saltfiskverkun Alliance hf. á Þormóðsstöðum árið 1933. fyrst 3 bílar á stað með ketilinn, og komu honum vestur á móts við verslun Björns Kristjánssonar í fyrrakvöld. Þar var ferlíkið þeim of þungt. Þá var fenginn í gær stærri götuvaltarinn (borgarstjóri hefir einusinni á fundi skýrt þennan þarfagrip Briet Knútsdóttur), hafði hún margfalt afl á við bílana og dró ketilinn að áfangastað. Múgur og margmenni fylgdi lestinni eftir báða dagana, sem ketillinn var á leiðinni frá höfninni og vestur eftir". Útgerð Alliance hf. (síðasti tog- ari þeirra var nýsköpunartogarinn Jón Forseti) stóð fram á miðjan sjö- unda áratuginn. Fiskverkunar- húsin við Ánanaust standa enn. Þar eru nú m.a. vöruskemmur verslunar O. Ellingssen. Við Brunnstíg í vesturhöfninni stóðu hús fiskverkunar Hauks hf. (Hauksstöðin). Félagið var stofnað 1912. Aðaleigendur þess voru P.J. Thorsteinsson, sem stóð fyrir fé- laginu, Jón Magnússon yfirfisk- matsmaður í Lindarbrekku og Ingi- mundur Jónsson „á Sandinum". Félagið átti og gerði út togarana Ingólf Arnarson og Þorstein Ing- ólfsson. Þeir voru báðir seldir til Frakklands á árum heimstyrjaldar- innar fyrri. Síðar lét félagið smíða tvo togara er báru nöfn hinna fyrri. Þá átti félagið skonnortu, Hauk, sem notuð var til t'lutninga. Félagið rak mikla fiskverkun. Steypt fiskverkunarplön voru sjáv- armegin við stöðina og fram af þeim gekk bryggja, „Hauksbryggj- an" eina bryggjan hér sem togarar gátu lagst að fram til 1914-1915. í og við hús félagsins var sett upp lýsisbræðsla eftir að hætt var að bræða lifur um borð í togurum félagsins. Um þær framkvæmdir sáu þeir bræður, Ásgeir efnaverk- fræðingur og Bjarni verkfræðingur Þorsteinssynir. Hauksfélagið leið undir lok á þriðja áratugnum. Stálsmiðjan hf. hefur um langt skeið verið með hluta af starfsemi sinni í húsum gamla Hauksfélags- ins (steinhúsið sjávarmegin, sam- byggt skrifstofubyggingu þess). Við Hlíðarhúsasand (neðan Hamarshússins), í Grófinni og miðbænum, liggja elstu rætur salt- fiskverkunar-, og verslunar í Reykjavík. Þar um slóðir var 10/90 aðsetur kaupmanna, sem ýnljsl keyptu eða verkuðu saltfisk til u* ílutnings. Helstu kaupmenn þ‘ir fyrrum voru: Sunchenberg, Snnt1' Knudtzon, Siemsen, Zimsen' Bryde og Geir Zöega. Þeirra un1 svifamestur var Geir Zöega lU 1831, d. 1917). Hann rak mjog mikla útgerð og fiskverkun ul11 langt skeið. Höfuðstöðvar hans voru í þeim húsum sem flestir þekkja undanfarna áratugi sem veitingahúsið Naust við Vestur götu. Zöega gerði jat’nan út fjölm þilskipa, eða 5-9 á ári hverju lengst af. Fiskverkun á hans vegum fór lengi fram á þann na að heimili í Vesturbænum tóku fisk heim til breiðslu. Það verk var einkum í höndum húsmæðra, sen1 við það nutu aðstoðar ungling3 °F annars heimilisfólks. Fyrirtæki sendi og sótti fiskinn heim- ^ gengt var að lóðir við hús værU tvískiptar; kálgarður og stak stæði. Að auki var fiskur breidour á nálægum holtum og sjávar bökkum eða öðrum stöðum sem vel þóttu henta; grjót varð að vera undir og aðstæður þannig, að ve næði að blása um fiskinn. Valdemar Fischer, áður vers ^ unarstjóri hjá Knudtzon, rak unl árabil einhverja stærstu verslumna í Reykjavík. Fischer sem áva síðar bjó í Kaupmannahöfn, en kom hingað á hverju ári, 'ia einnig verslun í Keflavík. We tímanum keypti hann þau hús v Aðalstræti og Vesturgötu sem Sun chenberg kaupmaður hafði átt, en höfðu þar áður verið í eigu sen kaupmanns. Laust fyrir ' ° hafði Fischer eignast öll þessi hús- Á vegum Fischers sem lést 1°° ’ var rekin töluverð útgerð og m1 fiskverkun. Fyrirtækið H. P. Duus (H.P D f. á Skagaströnd 1829, d. 188'J Kbh., faðir Peter danskur, el1 móðir íslensk, Ásta Tómasdótt,r

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.