Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 35
'0/90
ÆGIR
539
^essi búnaður getur verið sjálf-
stæð eining, en einnig sérstakt
sPjald í tölvunni. Að lokum má
"efna sírita til að skrá merkið en sú
aðferð hentar ekki eins vel nema í
t*ví tilfelli að síritinn sé tengdur
tíðnigreini og skráir þá niðurstöðu
tíðnigreiningarinnar.
III Tíðnigreinirinn hefur það
ðlutverk að taka við titrings- merk-
'nu og aðgreina það í tíðniþætti
S|na. Hér verður gerð grein fyrir
"okkrum leiðum að þessu marki:
al Ein leið til þess að meta titring-
inn er sú að mæla titrings-
merkið beint með vísismæli.
Þá er mældur meðalstyrkur titr-
ingsmerkisins. Þessi aðferð
gerir þó ekki kleift að meta
styrk hinna ýmsu tíðniþátta
merkisins.
u) Önnur aðferð er að skipta titr-
ingsmerkinu upp í mismunandi
tíðnisvið með mörgum síum. Ef
notaðar eru t.d. svonefndar átt-
undarbandssíur þá gæti merk-
inu verið skipt upp í tíðnisvið-
in:
31,5 — 63 Hz
63 — 126 Hz
126 — 5o4 Hz o.s.f.
Við sjáum að efri mörk síunnar
eru hér jafnan tvöfalt hærri en
lægri mörkin, þ.e. sían spannar
yfir eina áttund. Styrkur merk-
isins er síðan mældur eftir
hverja síu sérstaklega. þessi
aðferð gefur meiri upplýsingar
en mælivísun fyrir allt sviðið
eins og lýst var í a), þar sem nú
er hægt að staðsetja titringinn í
ákveðnu tíðnisviði. Þessi mæli-
aðferð var síðan endurbætt
með því að nota fleiri og
þrengri síur, t.d. 1/3 áttundar-
bandssíur. í mörgum tilfellum
er þó æskilegt að geta staðsett
hina ýmsu titringsþætti ná-
kvæmara í tíðnisviðinu.
c) Tíðnival þar sem notaður er
sérstakur mælir með stillanlegri
síu (selectiv meter). Hér er
merkið greint í stakar tíðnir
með því að senda það í gegn-
um síu með breytileg tíðni-
mörk. Tíðnimörkum síunnar er
breytt með því að snúa snerli
og með því að skima þannig
yfir allt tíðnisviðið og mæla
styrkinn hverju sinni er hægt að
staðsetja titringsþættina ná-
kvæmlega, jafnframt því sem
styrkur þeirra er mældur. Þetta
er ekki ósvipað því þegar leitað
er að útvarpsstöð á útvarpsvið-
tæki. Aðferðin krefst þess að
við höfum aðgang að stöðugu
merki í ákveðinn tíma, eða á
meðan að við erum að renna
yfir tíðnisviðið og handskrá
mæliniðurstöðurnar.
d) Með Fourier-greiningu er hægt
að greina titringsmerkið upp í
tíðniþætti sína. Þetta er annað
hvort gert um leið og mæling
fer fram, eða þá að mælingin er
fyrst skráð og síðan greind
eftirá. Seinni aðferðin hefur
þann kost að hægt er að skrá
merki frá mörgum titrings-
nemum samtímis og tíðni-
greina þau síðan. Þetta getur
verið nauðsynlegt þar sem ekki
er víst að titringsmerkið sé
stöðugt meðan að mæling fer
fram.
í einn stað er hægt að nota
segulbandstæki til þess að skrá
titringsmælingar og sérstaka
tíðnigreina til þess að greina
merkið upp í tíðniþætti sína.
Þessi búnaður er hinsvegar
mjög dýr. í dag er á mark-
aðnum búnaður sem er umtals-
vert ódýrari. Þar er átt við
gagnasöfnunarbúnað sem ann-
aðhvort tengist PC-tölvu eða
þá að hann kemur á spjaldi
sem sett er í tölvuna. Búnaður-
inn tekur nokkur þúsund sýni á
sekúndu af titringsmerkinu frá
hverri mælirás og sendir þau til
tölvunnar sem skráir þau beint
á diskling, og þar með eru
mæliniðurstöðurnar komnar á
tölvutækt form. Þegar skráning
hefur farið fram er tölvan látin
lesa skrána af disklingnum og
tíðnigreina hana, en til þess
þarf ákveðinn hugbúnað. Sér-
stök reikniaðferð hefur verið
þróuð til þess að greiningin
taki sem stystan tíma og er hún
nefnd FFT-greining, þ.e. „Fast
Fourier Transform analysis".
Búnaður Tæknideildar
Tæknideild hefur nýverið fest
kaup á búnaði til titringsmælinga
(sjá mynd 2). Búnaðurinn saman-
Mynd 2: Ytirlitsmynd af titnngsmæubúnaði Tæknideildar.