Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1990, Page 37

Ægir - 01.10.1990, Page 37
'0/90 ÆGIR 541 Tölvuvæðing sjávarútvegsfyrirtækja Eftirfarandi umfjöllun gerir stuttlega grein fyrir tölvuvæðingu sjávarútvegsfyrirtækja eins og hún kemur HUGTAKI fyrir sjónir. HUGTAK HF. og tölvutæknin HUGTAK HF. hefur frá stofnun fyrirtækisins 1984 e'nkum fengist við hugbúnaðargerð fyrir íslenskan Slavarútveg. Á þessum sex árum hefur orðið ör breyt- 'n8 á sviði vélbúnaðar, en einkum er það þróun ein- ^enningstölvunnar (PC) sem gert hefur það að verkum, að öll fyrirtæki geta tekið tölvutækninga í Uönustu sína. Verðlag á vélbúnaði hefur lækkað Ærulega miðað við afköst og reyndar má segja það ^ma um hugbúnað. Hugbúnaðarþróun og kröfur til ugbúnaðar hafa aukist verulega á síðustu árum og PV| má með sanni segja að verðlag á hugbúnaði hefur ®kkað miðað við skilvirkni. Afleiðing af sterkri stöðu e|nrnenningstölvunnar er að hugbúnaðarhús gera sér ar um að sinna markaði sem ekki var til staðar. ^nnur ekki síðri breyting hefur átt sér stað sem Sedr forritunargerð áhugaverðari en áður. Hún er sú, forritunarmál, þá einkum svokölluð fjórðu kyn- ^oöarmál, eru smám saman að verða óháð stýri- erfum tölvanna. Þetta þýðir að hugbúnaður hjá litlu ynrtæki, sem er með eina PC-tölu, er hinn sami og 4ór fyrirtæki nota í fjölnotendatölvu. HUGTAK HF 'Ur um nokkurt skeið notað forritunarmálið , UGRESS, en það hefur einmitt ofangreinda eigin- ,'ka- Ávinningurinn er að viðhald hugbúnaðar er e'nfaldara í sniðum sem aftur kemur notendum til 8°ða f lægri viðhaldsgjöldum en ella. 2- Samstarf við MAREL HF. ^ síðustu mánuðum hefur tekist gott samstarf við MAREL HF um samræmingu gagnameðhöndlunar og gagnasamskipta. Árangur þessarar samvinnu er smám saman að koma í Ijós. Höfuðmarkmið sam- starfsins er að gera vinnslu við söfnun upplýsinga eins einfalda og kostur er og koma í veg fyrir tví- eða margskráningu gagna. Einnig að upplýsingasöfnunin gerist sem næst þeim stað sem þær verða til. Ávinn- ingurinn er augljós, minni villuhætta og einfaldari meðhöndlum upplýsinga. Á meðfylgjandi mynd má sjá hver þróunin er að verða í samspili hugbúnaðar frá HUGTAKI HF. og tölvubúnaðar frá MAREL HF. 3. Hugbúnaður HUGTAK HF. hefur ekki staðið að gerð bókhalds- hugbúnaðar né almenns launaforrits, þar sem tölu- vert úrval er af slíkum hugbúnaði á markaðinum og sjávarútvegsfyrirtæki þurfa ekki sérhæfðan hugbúnað að þessu leyti. Hugbúnaður sem HUGTAK HF. hefur fyrir sjávar- útvegsfyrirtæki er: - AGNES - launauppgjör sjómanna - VENUS - kostnaðareftirlit farsíma - TORFI - aflauppgjör fiskiskipa - kvótaeftirlit - LUNDI - framlegðaráætlanir - PRÓFASTUR — framleiðsl u- og framlegðarútreikningar - BIRCIR - birgða- og umbúðahald sjávarafurða - MUGGUR - bónuskerfi fiskvinnslufólks (nýtingar- og afkastabónus) - KPVOG - kassa-/karaprufuvog - vigt og mat afla skilað í TORFA í tengslum við hráefnisvog frá MAREL HF. - PREMÍUKERFI - kerfi fyrir síldarverkendur. Sjálfvirk tenging er á milli PRÓFASTS og BIRGIS, en PRÓFASTUR skilar af sér framleiðslu dagsins inn í birgðahaldið. Sjálfvirk tenging er úr AGNESI yfir í ÓPUS-fjárhags- bókhald.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.