Ægir - 01.10.1990, Side 38
542
ÆGIR
10/9°
í vinnslu er eftirfarandi:
- REIKNILÍKAN - framlegðarútreikningur fyrir útgerðir.
Tengsl við LIU.
- BRETTASKRÁNING - pakkningakerfi í frystigeymslu.
Tengsl við MAREL HF.
- GÆÐAMATSKERFI - eftirlit með vinnslu afurða.
Tengsl við MAREL HF.
- HÓPBÓNUS - fyrir frystihús.
Auk þess er unnið að nánari samræmingu milli kerfa
og sjálfvirku gagnaflutningskerfi milli þeirra.
Við gerð hugbúnaðakerfa hefur ætíð verið leitað í
smiðju til hagsmunaaðila til þess að kerfi þjóni not-
endum sínum eins og vera ber.
4. Verklag
4.1 Útgerbir:
Reynsla FHUGTAKS HF. af viðskiptum við útgerðar-
fyrirtæki er sú, að mörg lítil fyrirtæki hafa komið sér
upp tölvubúnaði í heimahúsi. Tölvubúnaður saman-
stendur af einni einmenningstölvu, AGNESI-launa-
uppgjöri TORFA-aflauppgjöri fiskiskipa og fjárhags-
bókhaldi. Oftar en ekki höfðu öll þessi verkefni verið
leyst af bókhaldsstofu eða endurskoðenda, en í
kjölfar lækkunar á verði tölvubúnaðar varð útgerðar-
mönnum Ijóst, að það getur verið hagkvæmara að
leysa málin sjálfir. Oft er gerð sú hliðarráðstöfun að fá
endurskoðandann í heimsókn við og við til þess að
gera milliuppgjör og um leið yfirfara bókhaldsmálin.
Stærri fyrirtæki hafa einnig mikil not af reikniIíkani
til framlegðarútreikninga. Þá má nefna VENUS kostn-
aðareftirlit og uppgjör farsíma, sem víða hefur verið í
svo miklum ólestri að útgerðamenn hafa þurft að
greiða stórar fjárhæðir. Birgðabókhaldið kemursíðan
við sögu hjá frystiskipum.
Öll ofangreind kerfi komast auðveldlega fyrir á
einni tölvu, þannig að stofnkostnaður er í algjöru lág-
marki. Einnig má taka hugbúnaðinn í notkun eftir
þörfum, þar sem hvert kerfi vinnur sjálfstætt.
4.2 Útgerb og fiskvinnsla:
Þegar fiskvinnsla er tengd útgerðinni gegnir TORFI
tvenns konar hlutverki. Eins og í 4.1 hefur hann
reiður á kvótastöðu skipsins, en gagnvart vinnslunni
sérTORFI um umhald ráðstöfunar í vinnsluna. Kassa/
karaprufuvog frá MAREL HF. safnar upplýsingum á
hráefnislager. Þessar upplýsingar eru sendar beint inn
í TORFA, sem síðan gerir upp veiðiferðir og prentar
vigtarskýrslur o.s.frv.
Þegar afla hefur verið landað og meðalverð og
magn hráefnis í móttöku er þekkt, er næsta skref að
gera framlegðar- og framleiðsluáætlanir. LUNDI ann-
ast útreikninga sem miða að því að finna hagkvaetn-
ustu pakkningar miðað við hráefni í móttöku (sem
kemur fram í TORFA) og fjölda tíma til ráðstöfunar
(MAREL, tímaskráning). LUNDI og PRÓFASTUR n°ta
sömu forsendur við útreikninga.
Að loknum vinnudegi tekur PRÓFASTUR við og
slegin er inn framleiðsla dagsins í pökkum auk hra-
efnisnotkunar og vinnulauna úr tímaskráningarkerfi-
Árangur má skoða með samanburði við næstu daga
eða vikur á undan, auk þess sem bera má saman við
áætlanir úr LUNDA. Framsetningu lykilupplýs'n8a
má einnig varpa fram á myndrænan hátt (sjá mynd)-
Raunframlegð er reiknuð í PRÓFASTI og ef hún stenst
ekki áætlun má fljótt sjá hvaða forsendur brugðust.
Möguleiki verður síðar að tengja MP/2 framleiðslu-
eftirlitskerfi frá MAREL beint við PRÓFAST eða BIRój
til þess að handvirkur innsláttur upplýsinga verð'
óþarfur.
Að kvöldi hvers dags eru framleiðsluskráningar
fluttar úr PRÓFASTI, framlegðarútreikningum yfír 1
BIRGI, birgða- og umbúðahald sjávarafurða. BIRöR
heldur síðan um eftirfarandi: Birgðastöðu, veðsetn-
ingar, framleiðsluverðmæti yfir valið tímabik
afskipanir, afreikninga, hversu mikið er greitt og
ógreitt o.s.frv. Þá heldur BIRGIR einnig utan um
umbúðanotkun og kostnað.
Þegar framleiðslan er sett í frystiklefa þá er skráð a
MAREL brettaskráningarstöð eða handtölvu frá INT-
ERMEC á hvaða bretti kassarnir fara. Skráningar eiga
sér stað við klefann og um leið eru prentaðir út strika-
lestursmiðar þar sem koma fram upplýsingar um
framleiðanda, dagsetningu framleiðslu, framleiðs -
una, brettanúmer o.fl. Þegar kemur að afskipun eru
skrifaðir út listar úr BIRGI fyrir umsjónarmann frysti-
klefans, sem sýna hvaða bretti eru með elstu fram-
leiðsluna. Þá er brettið skráð á kaupanda, skip<
afskipunardag og afskipunarnúmer. Upplýsingar eru
síðan færðar á vélrænan hátt yfir í BIRGI.
Framlegð kr, íyrir þorsk
milli vikna
Myndrœn íramsetnlng gagna ör PRÖFASTI