Ægir - 01.10.1990, Page 39
'0/90
ÆGIR
543
4-3 Fiskvinnslufyrirtæki:
Fiskvinnslufyrirtæki þurfa ekki AGNESI, VENUS
eða rekstrarlíkanið fyrir útgerðir. TORFI og annar
''Ugbúnaður er eins og framkemur í 4.2.
Hið nýja fyrirtæki á Seyðisfirði, DVERGASTEINN
byrjar með fjögur kerfi frá HUGTAKI HF., þ.e.
TORFA, LUNDA, PRÓFAST og BIRGI.
Nidurlag
^iðskiptavinir HUGTAKS HF. í sjávarútvegi eru á
Pbðja hundrað. Allir nota þeir PC-tölvur, ýmist sjálf-
stæðar eða nettengdar. Undantekningin er þó SAM-
FROST I Vestmannaeyjum sem notar MicroVAX II
tölvu frá Digital sem þjónar öllum stóru húsunum í
Eyjum, þ.e. ísfélaginu, Fiskiðjunni, Vinnslustöðinni
og Hraðfrystistöðinni auk fleiri minni fiskverkenda.
SAMFROST notar TORFA og BIRGI á tölvunni, en
sum húsin eru með eigin PC-tölvur og nota þar AGN-
ESI, LUNDA og PRÓFAST.
Itarlegar upplýsingar um hugbúnaðarkerfin veitir
HUGTAK HF.
Fréttatilkynning
Gagnamiðluri h.f. stofnað á Akureyri.
Þann 9. september s.l. var nýtt fyrirtæki, Gagna-
^iðlun h.f., stofnað á Akureyri. Helstu stofnendur
Vrirtækisins eru Slippstöðin h.f. á Akureyri og Fjar-
ðönnun í Reykjavík. Höfuðtilgangur er að framleiða
°8 selja innanlands og utan ákveðná gerð forrita, sem
larhönnun hefur hannað og bera samheitið Vaki.
^akinn er nyt tegund af gagnagrunnsforriti. Það
sem greinir hann frá öðrum slíkum er að vakinn er
^Sjörlega myndrænn og nánast allar aðgerðir má
ramkvæma með bendli. Vakinn líkir á myndrænan
aátt eftir því umhverfi sem hann á að þjóna og notkun
bans er svo einföld að ekki er þörf fyrir tölvukunnáttu
1 Venjulegri merkingu þess orðs til þess að nota hann.
Hokkrar tegundir vaka eru nú tilbúnar til notkunar.
J^a þar nefna viðhaldsvaka fyrir skip sem hæglega er
®8t að laga að annars konar umhverfi svo sem verk-
SrT|iðjum af hverju tagi. í viðhaldsvaka fær notandinn
Vrst yfirlitsmynd af skipinu eða verksmiðjunni og
getur því næst nálgast teikningar, upplýsingar og leið-
“einingar eftir því sem við á með því að benda á
^kveðið svæði eða hlut. Jafnframt heldur viðhalds-
Vakinn sjálfkrafa dagbók þar sem fram kemur hvaða
Verk á að framkvæma og hvaða verk hafa verið fram-
Vaemd hvern dag. Annar vaki er bæjarvaki. Þar fær
n°tandinn fyrst yfirlitsmynd (loftmynd) af bænum og
8etur með bendingum nálgast upplýsingar um veitur,
' •'éa o.s.frv. Bæjarvakinn er á þann hátt frábrugðinn
eúaupplýsingakerfi því, sem Reykjavíkurborg ætlar
ð taka upp, að hann nýtir þær myndrænu upplýsing-
^r' sem til eru, og þvi er hægt að taka hann í notkun
a etun ódýrari og fljótlegri hátt en það kerfi og án þess
ö vinna þurfi mikla sérfræðivinnu. Fleiri vakar eru á
°kastigj þróunar svo sem þúvakþsem er hliðstætt
^Vndrænt og gagnagrunnskerfi fyrir bújarðir.
^akinn er að öllu leyti íslensk hönnun gerð af Fjar-
°nnun á undanförnum þremur árum, m.a. í sam-
vinnu við Ríkisskip, sem varð fyrst til að taka við-
haldsvakann í notkun. Góð reynsla er þegar komin af
viðhaldsvökum skipa og hafa þeir fyllilega sannað
gildi sitt í notkun.
Erlendir aðilar hafa sýnt vökunum mikinn áhuga og
er stefnt að því að koma upp umboðsmönnum er-
lendis.
Samstarf Slippstöðvarinnar og Fjarhönnunar er
báðum aðilum mjög hagkvæmt. Gagnamiðlun h.f. er
framleiðslu- og sölufyrirtæki, en laga þarf vakann að
hverju skipi, hverri verksmiðju eða hverjum bæ.
Reynsla og þekking Slippstöðvarinnar á skipum og á
fleiri sviðum nýtist afar vel og tryggir að hægt verður
að framleiða vaka í samræmi við þarfir markaðarins.
Hins vegar þýðir þetta að Fjarhönnun getur einbeitt
sér að þróunarvinnu á fleiri vökum og að endurbótum
á þeim vökum sem fyrir eru eftir því sem þörf krefur.
Allt bendir til þess að markaður sé stór fyrir þessa
gerð forrita bæði innanlands og utan og að hér geti
orðið um verulega atvinnustarfsemi að ræða þar sem
„aðalhráefnið" er íslenskt hugvit. Fréttatilkynning.
BOSCH
DIESELÞJÓNUSTA
bræðurnir
(©) ORMSSON HF
Lágmúla 9, slml: 38820_