Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1990, Page 52

Ægir - 01.10.1990, Page 52
556 ÆGIR 10/90 NÝ FISKISKIP Jóhann Gíslason ÁR 42 Nýtt tveggja þilfara fiskiskip bættist viö fiskiskipa- flotann 29. júlí s.i, en þann dag kom Jóhann Gísla- son ÁR 42 til heimahafnar sinnar, Þorlákshafnar. Skipið er smíöaö hjá Northern Shipyard í Gdansk í Póllandi, nysmíöi nr. B 287/1 og er hannað afStefáni Bjarnasyni í samvinnu viö stööina. Petta er sjötta fiskiskipiö sem umrædd stöö smíöar fyrir Islendinga, hin fyrri eru Gideon, Halkion og Jökull árið 1984, Andey á sl. ári og Hópsnes á þessu ári. Jóhann Gfsla- son ÁR 42 kemur í staö Jóhanns Gíslasonar ÁR (sk. skr. nr. 1067), 243 rúmlesta stálfiskiskips, smíöaö áriö 1968 í Noregi. Jóhann Gíslason ÁR er í eigu Glettings h.f. f f,°r' lákshöfn. Skipstjóri á skipinu er Þorleifur Þorleifs$°n og yfirvélstjóri er Þorbjörn Gestsson. Framkvæmda' stjóri útgeröar er Þorleifur Björgvinsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Lloyd's Registerjaf Shipping í flokki <T 100 Al, Stern Trawler, lce 1 B,«i» LMC. Skipið er með tvö þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut, skut- rennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og brú á lyftingu aftast á hvalbaksþiIfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, tali^ Jóhann Gíslason ÁR 42. Ljósmynd: Snorri Snorrason.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.