Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 55
'0/90
ÆGIR
559
B-b.-megin í vélarúmi er hjálparvél frá Mitsubishi
j* gerð S6A2MPTA, sex strokka fjórgengisvél með
^rbjöppu og eftirkælingu, 320 KW við 1500 sn/mín.
ólin knýr beintengdan Stamford rafal af gerð MHC
i3.4c< 292 KW (365 KVA), 3x380 V, 50 Hz.
,J klefa, s.b.-megin aftast á milliþilfari, er hafnar-
J°savél frá Mitsubishi, gerð 6D 44 T, 85 KW við
00 sn/mín. Vélin knýr beintengdan riðstraumsrafal
ra Stamford af gerð MHC 334A, 70 KW (87.5 KVA),
Jx380 V, 50 Hz.
Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Hydroster af
kerð MS 50 - 13 - 1/N1, snúningsvægi 6400 kpm.
framan er skipið búið vökvaknúinni hliðar-
skrúfu frá Brunvoll.
Tæknilegar upplýsingar:
Gerð
Afl ...................
ÞrÝstikraftur .........
^aðafjöldi/þvermál
Círhlutfall ...........
Snúningshraði
^ökvaþrýstimótor
Afköst mótors
FU27-DTF-850
200 hö
2500 kp
4/850 mm
1:1
525 sn/mín
Sauer SMA - 0860
147 KW við 525 sn/mín
í skipinu eru tvær skilvindur frá Alfa Laval (WSK) af
gerðinni MAB-104B24, önnur fyrir brennsluolíu og
hin fyrir smurolíu. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá
WAN, gerð S2W - 25/1, afköst 25 m3/klst við 30 bar
þrýsting hvor. Fyrir loftræstingu vélarúms og loft-
notkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar af gerð
WOMB 040 k/0.4.
Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mótora
og stærri notendur, og 220 V riðstraumur til Ijósa og
almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfið eru tveir
25 KVA spenna, 380/220 V. Rafalar eru búnir
skammtíma samfösunarbúnaði. Landtenging er í
skipinu, 125 A, 3x380 V með 60 m kapli.
I skipinu er austurskilja frá Warma, afköst 0.5 m3/
klst. Fyrir geyma er tankmælikerfi frá Elmor. Fyrir
vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi.
Ibúðir eru hitaðar upp með vatnsmiðstöð (mið-
stöðvarofnum), sem fær varma frá kælivatni aðalvél-
ar, og til vara rafhitari. Neysluvatn er hitað upp með
kælivatni aðalvélar og rafhitara til vara. Fyrir loftræst-
ingu íbúða er rafknúinn blástur. Sogblástur er frá eld-
húsi, salerni og stakkageymslu. Vinnuþilfar er loft-
ræst með rafdrifnum blásurum, blástur inn og sog, og
er hitaelement í loftrás. Vatnsþrýstikerfi eru tvö,
annað fyrir sjó en hitt fyrir ferskvatn, með 160 I þrýsti-
kútum.
MITSUBISHI
DÍSELVÉLAR
ERU
☆ SPARNEYTNAR
☆ HLJÓÐLÁTAR
☆ STERKBYGGÐAR
OG ÞVÍ
VALKOSTUR VANDLÁTRA
MDvélar hf.
^NKAUMBOÐ MITSUBISHI DIESELVELA A ISLANDI ■ SALA ■ ÞJÓNUSTA
HyALEYRARBRAUT 32 ■ PÓSTHÓLF 209 ■ 222 HAFNARFJÖRÐUR
Sl'HAR:9U50520 ■ 91-50168 ■ TELEFAX 91-54730