Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 16
576 ÆGIR 11/90 Grímur Valdimarsson: Hvað er ferskur fiskur? Inngangur Utflutningur á ferskum fiski er orðin stór atvinnugrein á íslandi, en í fyrra voru flutt út tæp 1 77 þús- und tonn af þessari vöru. Eftir tímabil vaxtarverkja í grein- inni er nauðsynlegt að huga að því hvernig við viljum standa að þessum útflutningi á komandi árum. í þessu erindi ætla ég að fjalla um skilgreiningar á ferskum fiski, geymsluþol og nauðsynlegar rannsóknir. Ferskur fiskur Enginn vafi er á því að neyt- endur kjósa helst fersk matvæli og eru tilbúnir til þess að greiða veru- lega hærra verð fyrir þannig vöru sé hún á annað borð góð. Ferskur fiskur þykir með allra viðkvæm- ustu matvælum, hefur mjög stutt geymsluþol og er þar af leiðandi vandmeðfarin verslunarvara. Al- mennt gildir að því nýrri sem fisk- urinn er því hærra verð fæst fyrir hann. En hvað er ferskur fiskur? í dag- legu tali þýðir það tvennt: Fiskur sem er eingöngu kældur til að lengja geymsluþolið og fiskur sem ekki er búið að geyma of lengi. Engin regla er til um það hve- nær kældur fiskur hættir að vera ferskur sökum aldurs, en hjá Bret- um breytist „fresh fish" í „wet fish" þegar síga fer á seinni hluta geymsluþolsins. í enskumælandi löndum vísar orðið „fresh" til þess að vara sé ófryst og efnislega góð, sbr. slagorðið „tresh frozen". Það fer illa í íslensku að tala um ferskan frystan fisk en nýyrðið „ferskfrystur" gæti náð að festa rætur. Eitt er víst, að hvað sem öllum skilgreiningum líður, þá er ferskur fiskur í hugum neytenda gæðavara - sú besta sem býðst. Geymsluþol Geymsluþol er vissulega afstætt hugtak og erfitt að setja þar um algild mörk. Bæði er skilningur manna á hugtakinu „skemmd" misjöfn svo og er misjafnt eftir fisktegundum hvernig fiskurinn skemmist. Arstími, veiðisvæði og fleiri atriði skipta einnig máli í þessu sambandi. Þegar ákvarða á hámarks geymsluþol á fiski með tilraunum eru allir meðferðar- þættir hafðir eins og best verður á kosið. Gerðar eru á fiskinum efna- og gerlafræðilegar mælingar auk þess sem beitt er kerfisbundnu mati þjálfaðs fólks til að meta lit, lykt, bragð og áferð. Þegar meiri- hluti dómara úrskurðar fiskinn með greinileg skemmdareinkenni er sagt að geymsluþolið sé þrotið. Þannig er reynt að meta gæðin á sömu forsendum og neytandi myndi gera. Tilraunir Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins á ísuðum þorski sýna að hann hefur hámark 13-15 daga geymsluþol og er það í samræmi við ýmsar erlendar rannsóknir. í umræðunni um þessi mál hefur ítrekað komið fram að hér a landi draga menn þessa niður- stöðu í efa, enda vi rðast margir telja að þorskur geymist í allt a° 20 daga án þess að það korm niður á gæðunum. Að sjálfsögðu er það misskilningur. Neyslu' gæðin falla jafnt og þétt út geymslutímann, sbr. mynd 1- Ýmsir hafa haldið því fram a Bretar vilji gjarnan fisk sem farl er að slá í, en góðar heimildir eru fyrir því að þetta sé rangt. Kröfur þeirra um ferskleika eru svipaðar og almennt gerist. Evrópuþandalagið notar mats- kerfi sem flokkar ferskfisk í fjðra flokka, E sem er úrvalsflokkur, en síðan koma gæðaflokkar A og B, en C flokkur er úrgangsfiskur. A matskerfinu má ráða að í úrvals- flokkinn fer fiskur sem er 1 -5 daga gamall, en í flokk A 6-9 daga gamall fiskur. Síðasti söludagur íslenskur freðfiskur, saltfiskur og saltsíld þykja vera gæðavara. Peda stafar fyrst og fremst af því 1 þessum greinum hefur verið fylS1 ákveðinni gæðastefnu með lang- tímasjónarmið í huga og er þar einkum átt við stóru sölusamtökm- Fyrir frystan fisk gilda t.d- strangar reglur hvað varðar hra- efnisgæði þar sem m.a. efnafræð1' legar mælingar eru lagðar 1 grundvallar. Þessar kröfur erU settar fram af sölusamtökunun1 sjálfum sem hafa séð sér hag t Þvl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.