Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 7
'1/90 ÆGIR 567 49. FISKIÞING • 49. FISKIÞING • 49. FISKIÞING • 49 FISKIÞING Þorsteinn Gíslason: Setningarræða fískimálastjóra Raðherra, góðir þingfulltrúar heiðursfélagar Fiskifélags slands og aðrir gestir. Ég býð Vkkur öll velkomin til 49. Fiski- P'n8s. Sérstaklega býð ég vel- ^°mna nýja fulltrúa, sem nú sitja 'skiþing í fyrsta sinn. Eg vil minnast hér þriggja félaga nkkar, er látist hafa frá því að við °mum hér saman á 48. Fiski- n'ngi. Þeirra Ármanns Friðriks- s°nar skipstjóra er lést 11. nóv- ember í fyrra, Ásbergs Sigurðs- s°nar fyrrverandi borgarfógeta er 14. júlí s.l. og Kristjáns Ingi- ergssonar skipstjóra en hann lést 3- júlí s.l. Arrnann Friðriksson fæddist í estmannaeyjum 21. nóvember ^14, sonur hjónanna Katrínar rVnjólfsdóttur og Friðriks Jóns- s°nar útvegsbónda. Armann hóf sjómannsferil sinn ^iög ungur að árum. 10 ára gam- fór hann að róa með föður s'num, sem var þá einn fengsæl- ast' skipstjóri í Vestmannaeyjum. ann stundaði sjómennsku í ^eira en 40 ár, þar af skipstjóri í , 3 ar- 24 ára að aldri eignaðist |Jann sitt fyrsta skip. Árið 1943 uttist Ármann með fjölskyldu s'na til Reykjavíkur og eignaðist ^eð bróður sínum á því ári nýtt S, |P -Ms Friðrik Jónsson". Á því s 'Pi hófst glæstur ferill hins mikla a ^manns. Árið 1947 var útgerð- arfólagið Ingimundur hf. stofnað þegar fyrsta Helgan RE 49 kom ný til landsins. Og Helgunum fjölg- aði og þær voru endurnýjaðar. Seinast með Helgu II RE 373 einu glæsilegasta fiskiskipi lands- ins er kom til landsins í október- mánuði 1988. Samtímis eða á þriðja áratug rak fyrirtækið myndarlega fiskverkun- arstöð við Súðarvog hér í Reykja- vík. Eftir Ármann Friðriks.on liggur mikið og farsælt starf. Hann var harður og ósérhlífinn skipstjóri, traustur og áreiðanlegur í öllum viðskiptum, ráðdeildarmaður, sem fór vel með, fjárfesti af var- kárni og lagði metnað sinn í að standa í skilum. Hann var trúr og áhugasamur Fiskifélagsmaður, var lengi í stjórn fiskideildar Reykjavíkur og sat mörg Fiskiþing. Ásberg Sigurðsson fæddist að Hvítárbakka í Borgarfirði 18. apríl 1917 sonur hjónanna Ásdísar Þor- grímsdóttur og Sigurðar Þórólfs- sonar skólastjóra. Hann nam lög- fræði. Starfaði í meira en tvo ára- tugi við sjávarútveg. Lengst sem framkvæmdastjóri við togarafé- lagið ísfirðing hf. á ísafirði. Á því tímabili sat hann mörg Fiskiþing fyrir Vestfirðinga. Ásberg var góður liðsmaður, háttvís og fylg- inn sér. Maður, sem ævinlega hafði að leiðarljósi, að hafa það heldur er sannarra reyndist. Hann bar alla tíð jákvæðan hug til Fiski- félags íslands, vildi veg þess mestan og lá ekki á þeirri skoðun sinni að félagsmálastörfin á vegum félagsins hefðu orðið sér öðrum skólum lærdómsríkari. Kristján Þórarinn Ingibergsson fæddist í Keflavík 23. febrúar 1947. Foreldrar hans voru María Auðunsdóttir og Ingibergur Hall- dórsson vélstjóri. Kristján var sannur og trúr sjómaður, sem hlaut í vöggugjöf marga þá eigin- leika, sem mest prýða hvern mann. Hann hóf sjómennsku kornungur að aldri og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík vorið 1971. Frá skólaárunum eru okkur kennurum hans minnis- stæðar góðar gáfur en þó sérstak- lega hans sterka kímnigáfa og drenglyndi, sem hann miðlaði umhverfinu svo ríkulega af og breytti oft gráum hversdags- leikanum í þá birtu, sem gerir við- fangsefni hinnar hraðfleygu stund- ar svo leikandi létt. Þegar að námi loknu hóf hann skipstjórnarstörf og var lengst á "Vs Baldri frá Kefla- vík. Við skipstjórn náði hann ágætum árangri, sem ekki var hvað síst að þakka hve fljótur hann var að tileinka sér nýjungar í fiskveiðitækni. Kristján var mikill félagsmálamaður og framkvæmdi þau störf með reisn. Hann var sannur Fiskifélagsmaður, fulltrúi Keflvíkinga á fjórðungsþingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.