Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 24
584 ÆGIR 11/90 Jón Þ. Ólafsson: Saltfiskverkun við Sundin blá „Naglakulið var hræðilegt meðan hendurnar voru að dofna..." Síðari hluti Úr Kvosinni leggjum við leið okkar austur með fjörunni inn í Skuggahverfi. Fyrirtækið Kveldúlfur hf. rak um áratugaskeið mjög umfangs- mikla útgerð, fiskverkun og síld- arbræðslur víðsvegar um land. Þá var rekið í tengslum við fyrirtækið stærsta kúabú landsins á Korpúlfs- stöðum. Mjólkurkýr voru þar árið 1934 yfir 300 talsins. Höfuðstöðv- ar Kveldúlfs voru í Reykjavík. Glæsilegustu saltfiskverkunarhús sem höfðu verið byggð hér á landi og báru af öllum öðrum sambæri- legum húsum að stærð og gerð þótt áratugir liðu, voru reist af félaginu við Skúlagötu í Reykjavík 1913-1916. Húsin sem voru tvö, en samtengd, voru þyggð á svo- kallaðri Móakotslóð í Skugga- hverfi. Þau voru tvílyft, byggð úr steinsteypu, fremra húsið (nær sjónum) var 1200 fermetrar að grunnfleti og aftara húsið 600 fer- metrar. Alls var samanlagður gólf- grunnflötur þeirra 3600 fermetrar! Á milli húsanna var níu metra breitt steypt port og að baki efra hússins, með aðkeyrslu frá Vatns- stíg, var annað 700 fermetra steypt port. Þaðan var unnt að aka inn á efri hæð húsanna, í gegn um tengiálmu sem stóð á súlum og inn á efri hæð fremra hússins. í þessum glæsilegu byggingum, var öll aðstaða eins og best varð á kosið til fiskverkunnar. Þar fór fram fiskþvottur, söltun og vél- vædd inniþurrkun, þar voru einn- ig salt- og veiðarfærageymslur, ennfremur „búðin" verslun- og birgðageymsla, er sá um af- greiðslu á kosti til skipanna, skrif- stofur fyrirtækisins o.fl. Stein- bryggja, „Kveldúlfsbryggjan", Ja beint fram af húsunum. Þar gátu togarar lagst að á flóði. Fyrirtækið var umsvifamikið í togaraútgerð. Á þess vegum voru gerðir út í einu er mest var, sjö togarar. Að auki gerði það út önnur fiskiskip °8 hafði einnig í förum eigin flutn- ingaskip; Muninn og Huginn sem fluttu varning til og frá landinu. Thor Jensen var stofnandi og aðal- eigandi Kveldúlfs. Hann fæddist í Danmörku þann 3. desember 1863. Hingað kom hann allslaus til innanbúðarstarfa á Borðeyri við Hrútafjörð 15 ára að aldri, þann 5. júní árið 1878. Á ýmsu átti eftir að ganga hjá honum næstu árin, en Höfuðstöðvar H. P. DUUS við Aðalstræti, Fischersund og Vesturgötu. Fiskþurrkunarhúsið (með turnunum) er t. v. á mynd' inni. Ljósm.: M. Ól. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.