Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 18
578 ÆGIR 11/90 gerlafræðilegar mælingar á mat- vælunum og niðurstöðurnar not- aðar til að spá fyrir um geymslu- þolið miðað við ákveðið geymslu- hitastig. Stofnunin tekur þátt í erlendu samvinnuverkefni á þessu sviði. Sú aðferð sem lofar bestu til að mæla efnisleg gæði á fiski og spá fyrir um geymsluþol er íslenski RT ferskleikamælirinn sem nú er í frekari þróun. Tilraunir Rf sýna að RT mælirinn gefur mjög glögga mynd af ferskleika t'isks. Þannig eigum við að geta mælt gæði fisks sem t.d. fer í gáma og sagt fyrir um geymsluþolið. Ýmsar tilraunir eru gerðar til að auka eða treysta betur geymsluþol á ferskum fiski. Mest hefur verið gert í sambandi við mettun á ferskfiski með kolsýru- lofti. Tilraunir sem stofnunin stendur að ásamt Landssambandi ísl. útvegsmanna og Eimskipafé- lagsins sýna t.d. að unnt er að auka geymsluþol á heilum ísuðum þorski í gámi um 3-7 daga með því að metta fiskinn með kolsýru- lofti. Þá þarf að kanna með skipu- legum hætti hverja möguleika kolsýrusnjór, öðru nafni þurrís, getur haft til lengingar á geymslu- þoli. Það hefur löngum verið talin slæm meðferð á fiski að geyma hann við vægt frost t.d. —1 til — 5°C. Það lengir geymsluþolið eins og vænta má, en fer illa með fiskinn ef hann er geymdur þannig lengi. Sé unnt að halda hitastiginu nákvæmu þannig að ískristallar séu ekki stöðugt að myndast og hverfa í fiskholdinu virðist þannig „djúpkæling" geta falið í sér ýmsa möguleika til lengingar á geymslu- þoli. Stofnunin vinnur nú að verkefni ásamt Háskóla íslands og er- lendum aðilum sem miðar að því að lengja geymsluþol matvæla. Það nefnist „náttúruleg rotvörn" og miðar að þvi að finna örverur sem framleiða efni sem geta haldið skemmdargerlum í skefjum og eytt sýklum. Þetta er ennþá mjög fræðilegt verkefni en gæti þegar fram líða stundir skilað raunhæfum árangri. Þegar um ferskan fisk er að ræða verður að líta á hreinlætis- málin í vinnslunni í nýju Ijósi. Þótt hreinlæti í allri fiskvinnslu sé að sjálfsögðu mjög mikilvægt hefur það sérstaka þýðingu fyrir ferskan fisk. Aukið hreinlæti þýðir aukið geymsluþol afurðanna. Þennan þátt vill stofnunin einnig skoða sérstaklega. Stofnunin hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á ferska fiskinn á næsta ári og væntir góðs stuðning frá útgerð, fiskvinnslu, útflytjendum og flutningsaðilum. Ab lokum þetta: Við eigum margvíslega mögu- leika í markaðssetningu á ferskum fiski. Við þróun greinarinnar verða gæðamálin að vera efst á blaði. Þar á að fylgja reglunni um síðasta söludag fyrir allan ferskan fisk- Þannig getum við tekið frumkvaeði og sýnt gæðastefnu okkar í verki i stað þess að bíða þess að EB setji okkur fyrir í þessum efnum. Ef við getum selt flakaðan og flattan fisk sem ekki er eldri en 7 daga fra veiði þá getum við einnig selt ísaðan bolfisk sem ekki er eldri- Við spurningunni um það hvað se ferskur fiskur er ekki einhlítt svar. En vel frágenginn ísfiskur sem ekki er eldri en 7 daga frá veiði ma með sanni kalla ferskan. Erindi flutt á Fiskiþingi 1990. Höfundur er forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.