Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 12
572
ÆGIR
11/90
lögur Hafrannsóknastofnunar
liggja fyrir. Veiðar hafa gengið
betur á þessu ári en því síðasta og
því ástæða til nokkurrar bjartsýni
um ástand stofnsins.
IV. Vigtunarmál, Fiskveiði-
stoínun, Fiskifélag íslands
í lögum um stjórn fiskveiða,
sem samþykkt voru á Alþingi er
skylda lögð á hafnaryfirvöld að
hafa yfirumsjón með vigtun afla
og söfnun upplýsinga um land-
aðan afla. Jafnframt segir í
lögunum að ráðuneytið skuli í
samráði við Samgönguráðuneytið
og Hafnarsamband sveitarfélaga
kveða nánar á um hvernig afli
skuli veginn og söfnun upplýsinga
um landað magn.
í framhaldi af samþykkt þessara
laga hefur ráðuneytið, í samstarfi
við Hafnarsamband sveitarfélaga,
mótað nýjar reglur um vigtun sjáv-
arafla. Þessu verkefni hefur miðað
vel þótt ekki hafi það gengið
átakalaust fyrir sig, enda vart við
öðru að búast því aðstæður eru
mismunandi í einstökum ver-
stöðvum.
Með þessari breytingu er stefnt
að því að vigtun afla og skráning á
aflaupplýsingum fari fram á þeim
stað sem aflanum er landað og
undir eftirliti þeirra sem best
þekkja til aðstæðna í viðkomandi
verstöð.
Nýlega var gerður samningur
milli ráðuneytisins, Hafnarsam-
bands sveitarfélag og Tölvuþjón-
ustu Sambands íslenskra sveitar-
félaga um gerð tölvukerfis, sem
setja á upp og taka í notkun á
næsta ári í höfnum landsins. Hafn-
irnar munu tengjast tölvu Haf-
rannsóknastofnunar og senda dag-
lega upplýsingar um landaðan afla
í viðkomandi byggðarlagi. Með
þessu móti skal tryggt að allur
sjávarafli verði veginn með sam-
bærilegum hætti. Jafnframt er
unnið að því að upplýsingar um
landaðan afla berist til stjórnvalda
í tölvutæku formi beint frá
vigtunaraðilum.
Allt frá árinu 1986 þegar gagn-
ger breyting varð á sjóðakerfi sjáv-
arútvegsins og Aflatryggingasjóður
var lagður niður hef ég í ræðum
mínum hér á Fiskiþingi lýst þeirri
skoðun að hlutverk og starfsemi
Fiskifélags íslands þyrfti að endur-
skoða. Þær öru breytingar sem
orðið hafa í íslensku þjóðfélagi og
breyttar aðstæður í sjávarútvegi
hafa nú skapað knýjandi þörf á
viðbrögðum af hálfu félagsins og
endurmati á hlutverki og starfsemi
þess. Ráðuneytið hefur lýst sig
reiðubúið til að aðstoða við að
marka félaginu framtíðarstefnu
sem tæki mið af hagsmunum
stjórnvalda, félagsmanna og
starfsmanna Fiskifélagsins. Það
var því skref í rétta átt þegar
Fiskiþing setti á fót milliþinga-
nefnd til að endurskoða lög og
skipulag Fiskifélagsins. Fulltrúi
ráðuneytisins hefur tekið þátt í
störfum nefndarinnar. Ég hafði
vonað að nefndin myndi í sam-
vinnu við hagsmunaaðila innan
vébanda félagsins móta skýrar til-
lögur til nauðsynlegra breytinga á
félaginu og aðlögun þess að breyt-
ingum í stjórnkerfi sjávarútvegs-
ins. Nefndin mun væntanlega
gera grein fyrir starfi sínu hér á
þinginu. Það er samt sem áður
Ijóst að nefndin hefur ekki komið
sér saman um tillögur til lausnar
þeirra viðfangsefna sem blasa við.
Þetta eru mér nokkur vonbrigði
því óbreytt ástand er ekki til far-
sældar fyrir framtíð Fiskifélag.
Ég hef sett fram þá hugmynd,
m.a. á fundi með formanni milli-
þinganefndar, að sett yrði á fót
sérstök stofnun, sem kalla mætti
Fiskveiðistofnun, sem tæki við
hluta þeirrar stjórnsýslu og eftir-
litsstarfsemi sem nú fer fram hjá
Sjávarútvegsráðuneytinu, Fiskifé-
lagi íslands og Hafrannsóknastofn-
un. Ennfremur mætti huga að því
hvort heppilegt væri að fella starf-
semi sem nú fer fram hjá Ríkísmati
sjávarafurða undir þessa nýju
stofnun.
Fiskveiðistofnun myndi annast
ýmsa framkvæmd fiskveiðistjórn-
unar og almenns veiðieftirlits-
Ennfremur myndi stofnunin annast
alla öflun og skráningu upplýsinga
um fiskveiðar og fiskvinnslu.
Stofnun þessi myndi því í raun
taka að veigamiklu leyti við þeirrl
starfsemi ráðuneytisins sem snýr
að daglegri stjórn fiskveiði, veiði-
eftirliti ráðuneytisins og öðrum
verkefnum. Tæki hún einnig við
allri skýrslusöfnun og úrvinnslu
Fiskifélags íslands. Rekstur tölvu-
miðstöðvar Hafrannsóknastofnun-
arinnar með skráningu og vinnslu
ýmissa gagna myndi flytjast til
þessarar nýju stofnunar. Gera ma
ráð fyrir að störf við stofnunina
yrðu nálægt 35—40, sem flytjast
myndu að mestu leyti frá fyrr'
nefndum stofnunum. Fjöldi starfs-
manna yrðu vitanlega meiri ef
Ríkismat sjávarafurða yrði einnig
sameinað þessari stofnun. Virðist
mér að slík sameining gæti að
ýmsu leyti verið heppileg t.d. með
tilliti til samvinnu veiðieftirlits og
Ríkismatsins.
Þessi hugmynd um sérstaka
Fiskveiðistofnun set ég fram m.a. '
kjölfar þeirrar umræðu sem varð
þegar nýsamþykkt lög um stjórn
fiskveiða voru til meðferðar a
Alþingi s.l. vor, en með slíkn
stofnun má ná tveimur mjög mikil-
vægum markmiðum. í fyrsta lag'
yrði um valddreifingu að ræða þv^
þessi stofnun hefði opinbert vald i
ýmsum mikilvægum málaflokkum
sem snerta fiskveiðistjórnun og
veiðieftirlit. í dag þykir samrýmast
betur grundvallarreglum stjórn-
sýslu að slík verkefni séu færð til
sjálfstæðrar stofnunar í stjórnkerf-
inu. Með því myndi opnast mögU'
leiki til þess að bera ákvarðaiiir
þessarar stofnunar undir úrskurð
æðra stjórnvalds, þ.e. ráðuneyt-
isins.