Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 28

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 28
588 ÆGIR 11/90 „Ég get ekki stillt mig um að skýra frá þeim vinnuaðbúnaði, sem við fiskverkunarstúlkur þurf- um að sæta hjá þessum heiðruðu burgeisum útgerðarinnar. Ég býst við, að það sé víða eins og hjá okkur, þar sem ég vinn, svo þetta, sem ég finn að, sé ekkert eins- dæmi, heldur nær allsstaðar eins. Við erum 80 stúlkur í fasta- vinnu, sem vinnum við fiskvinn- una í »Dverg«, þar sem þeir stjórna »heiðursmennirnir« og »öreigarnir«! Jón og Ingimundur. Vinnutíminn er eins og lög gera ráð fyrir frá kl. 7 árd. til 6 síðd. Og hvernig er nú aðbúnaðurinn við vinnuna? Húshjallurinn, sem »vaskað« er í, er upphitunarlaus og stendur nær því alltaf opinn, því allt af er verið að ganga um og aka út og inn. Er því stöðugur trekkur og stundum stórrok, sem stendur í gegnum allt húsið í öllum veðrum. Allir sjá, hvernig það er fyrir stúlkurnar, að eiga að vinna við slíkt. Ætli frúrnar, sem hafa vinnukonur í hvert verk, vildu skipta við okkur? Ofan á þetta bætist það, að við verðum að »vaska« upp úr ísköldu vatni, svo hendurnar verða rauðbólgnar og kuldahlaupnar. Þvílíkt hnoss- gæti! Sumstaðar annarsstaðar, eins og t.d. í Hafnarfirði, að mér er sagt, og einnig á Patreksfirði, er þessu breytt og kaldasti kulurinn tekinn úr vatninu. En þessir góðu herrar hugsa nú ekki mikið um það. Þeir telja víst ekki að þeir græði beint á því. Eins og allir sjá, eru þessi vinnuskilyrði við »vaskið« stórkostlega heilsuspillandi og svívirðileg. Þau eru í rauninni ekki boðleg nema af mannúðarlausum þrælahöldurum. Og þó eru stúlkur og konur á öllum aldri, sem við þetta eiga að vinna, margar IW hraustar og flestar fátækar, sem verða að vinna fyrir sér og börnum sínum baki brotnu. Þegar svo nu stúlkurnar hafa unnið allan daginn, eru þær skyldaðar til að hreinsa þvottakörin og þvo þaU upp, í aukavinnu, eftir kl. 6 kvöldi, endurgjaldslaust. Ég v'i segja það, að það er ekki verið að »sjá okkur í«, þegar á allt er litið- En hvernig er það með aðbun- aðinn í matar- og kaffitímunum? Það er klukkutími til matar og fara allar þær stúlkur heim, sem það geta og ekki eiga of langt heim til sín, en hinar þurfa að hafa bita með sér í vinnuna. Hvar eiga þær svo að borða? Það er til ein lítij kompa, full af tói, pokum, skrani og drasli; þar er eitt lítið borð og tveir bekkræflar. Þetta er borðstot- an. Ekki fimmti partur vinnu- stúlknanna kemst þar fyrir. Þessi kompa er ísköld og óupphituð. Þarna eiga stúlkurnar að hafast við, þegar þær koma upp úr köld- um körunum. Þær sem ekki kom- ast þarna fyrir í kompunni, verða bara að sitja á fiskstöflunum 1 trekknum og saltbleytunni og matast. - Aldrei er neitt tekið til 1 þessari ruslakompu ef það er ekki gert af stúlkunum í aukatímum; fastafólkið á stöðinni er ekki ónáðað til þess. - Það ætti að vera sjálfsagt, að á svona stórri vinnu- stöð væri matreitt fyrir þær vinnu- stúlkur, sem þess þyrftu, en þaðer nú öðru nær. Það er allt frernur gert til þess, að allur aðbúnaður se svo auðvirðilegur sem unnt er og kostnaðarlaus. - Alveg er þa^ sama með kaffið. Það verðum v'ð að drekka standandi eða hímandi á fiskstöflunum, á milli þvottakar- anna. Allt er þetta stórkostlega heilsuspillandi. Og hvernig fer svo fyrir okkur, þegar við höfum hálftapað eða al- tapað heilsunni af slíkri aðbúð? Koma þá fiskeigendurnir og bæta Séð inn eftir Skúlagötu og austur í Holtin. Byggingar Kveldúlfs eru neðst t.v., nokkru innar við Skúlagötu (t.h.) eru fiskbreiðslureitir Sjávarborgar, efst til vlnstri er (iskverkun „Njarðar" og fiskbreiðslureitir. Efst t.h. er Oturstöðin. Til hægri skammt ofan og til hliðar við miðhluta myndarinnar (við vinstra horn Bjarnaborg- ar) má sjá vitann sem Vitastígur og Vitatorg draga nafn sitt af. Ljósm. óþekktur („Reykjavík, Sögustaðir við Sund", Páll Líndal)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.