Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 36
596 ÆGIR 11/90 Húsin i Þerney. Teiknuð eftir gamalli Ijósmynd. (Fra jóni M. Guðmundssyni, Reykjum Mosf.) var, og allt borið heim á tveggja og fjögra manna börum, en höggvið og lagað betur heima. Veggirnir voru tvöfaldir og loft á milli, og yfir gluggum og dyrum voru drangar svo langir, að þeir náðu alveg yfir. Er hús þetta að öllu leyti ágætt enn í dag. Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi, er stóð fyrrum á Eyr- inni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða. Siemsensverzlun átti þetta hús fyrst. Á vorin kom skip inn á Seyluna með salt, er skipað var upp í þetta hús, en seinni part sumars seldu bændur verkaðan og þurrkaðan saltfisk kaupmanni þeim, er átti þetta hús, og fluttu fiskinn í það. Kaupmaður sá, er verzlaði þarna síðast, hét G.E. Unbehagen, og átti hann þetta gríðarmikla hús. Á haustin kom svo skip til þess að sækja fiskinn. Þessi Unbe- hagen kaupmaður, sem var þýzk- ur, seldi svo Erlendi þetta hús fyrir fjögur hundruð krónur. Salthús þetta var að minnsta kosti tuttugu álnir á lengd og tólf álnir á breidd, allt byggt úr framúr- skarandi góðu timbri með timbur- þaki og allt lagt með hellu. Var timbrið og hellan notað í hús Erlends." Unbehagen hætti verslunarum- svifum árið 1886. Það ár lét hann halda „meiriháttar uppboð" á öll- um vöruleyfum verslunar sinnar." Líkur hér för okkar þar sem stiklað hefur verið á stóru á salt- fiskslóðum undangenginna ára- tuga í Reykjavík og næsta ná- grenni. Ástæða væri til að fjalla einnig um saltfiskverkun í Hafnar- firði en því er sleppt hér þar sem ýmislegt um hana má lesa í „Sögu Hafnarfjarðar". Þótt ýmislegt hafi verið tínt hér saman á einn stað er þó mikið ósagt. Hér er því ekki um sögu að ræða, heldur lítið innlegg í drög að sögu saltfiskverkunar í Reykja- vík og næsta nágrenni. Saltfiskverkun er og verður át'ram stunduð í Reykjavík þótt í minna mæli sé og öðruvísi en fyrrum, þegar flestar fjörur, sjávar- kambar og húsgarðar voru hvít af fiski og stakkstæði voru nánast við hvert hús og kot í Vesturbænum. Þá reyndu margar litlar hendur að létta foreldrum sínum Iífsbaráttuna með því að trítla á eftir mæðrun1 sínum á reitunum og taka til hencli við breiðslu og samantekt salt- fisksins eftir því sem kraftar og burðir leyfðu í hverju tilviki. Við skulum enda þessa um- fjöllun með einu erindi úr kvæði Hannesar Hafsteins ráðherra, er ber heitið „Þorsklof" frá árinu 1881: „Heyrðu vort þakklæti, heiðraði fiskur, hertur og saltaður, úldinn og nýr, Fyrir þinn verðleika fyllist vor diskur, frelsi og þjóðmegun til vor þú snýr ■■■ Helstu skriflegar heimildir: (aðrar en tilgreindar beint í texta). „íslendingar í Danmörku" Dr. 1°^ Helgason útg. 1931. „Sjómannasaga Vilhjálmur Þ. Gíslason útg. 1945. „Merkir athafnamenn " (Geir Zöegal Gils Guðmundsson útg. 1946. »Lih til baka", Matthías Þórðarson ,ra Móum útg. 1947. „Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands" Hendrik J. Ottósson útg. 1949. „Manneldi og heilsufar 1 fornöld" Skúli V. Guðjónsson útg- 1949. „Sigurður í Görðunum" hjálmur S. Vilhjálmsson (VSV) útg- 1952. „Thor Jensen, minningar Valtýr Stefánsson 1.-2. b. útg. 1955-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.