Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 20
580 ÆGIR 11/90 Markús Möller: Kvótinn og lífskjörín Inngangur Margt skeður á sæ, og ekki hefur hægt á atburðum eftir að nýju kvótalögin voru sett. Þegar sjást merki um að hafið sé nýtt hagræðingarskeið eftir að ákveðið var að fella niður gamla sóknar- markið og undanþágur fyrir smá- báta. Sá rausnarskapur löggjafans að afhenda útgerðarmönnum kvótann afgjaldslaust er nú ber- lega kominn í Ijós, en meira kemur síðar. Engum blandast lengur hugur um að rétturinn til að veiða fisk í friði er harla verðmæt- ur. Ýmsir fylgikvillar nýju kvóta- laganna eru einnig teknir að birt- ast, og annarra er að vænta áður en langt um líður. Ekki eru þó allar blikur kvótakerfinu að kenna. Sum veðrabrigði stafa af því að stjórn- völd eru nauðug, viljug að sleppa tökum á fiskverðinu. Þegar upp er staðið, hafa frjálst fiskverð og nýir möguleikar á ráðstöfun aflans ekki minni áhrif en kvótalögin í þeim breytingum sem nú ríða yfir ís- lenskan sjávarútveg og byggðar- lög. Töpuð rómantík Ýmislegt tapast þegar opnað er fyrir hagræðingu í sjávarútvegi og lögmál frjálss markaðar taka við af gömlum siðum. Gömul rómantík hverfur í einu vetfangi. Nú er síldin vélsöltuð og búið með bryggjuböllin. Þjóðflutningarnir sem fylgdu vetrarvertíðinni eru fyrir bí, og sjósóknin sefn var hetjuskapur og barátta við höfuð- skepnurnar breytist í vélvætt, hættulítið og sérdeilis hagkvæmt ryksugufiskirí. Söknuður ævintýra- mannanna er skiljanlegur, og ég held að hann skýri að mestu hina mjög svo blendnu afstöðu margra sjóskóknara og ekki síst Vestfirð- inga til kvótakerfisins. Þessi blendni og eftirsjá kemur skýrt fram í nýlegu viðtali sem viku- blaðið Pressan átti við frægan afla- manna. Hann saknaði keppninnar úr skrapdagakerfinu, en sagðist jafnframt leikandi geta náð 8-9 þúsund tonnum á skip sitt ef hann hefði til þess kvóta. Það þarf víst ekki að taka fram að slíkur afli næðist ekki ef allir sem vildu fengju að skarka ókeypis á Halan- um. Þegar á hólminn er komið taka jafnvel aflaklærnar hag- kvæmni og örugga afkomu kvóta- kerfisins fram yfir glórulausa keppni um samnýtta auðlind. í lokin á Pressuviðtalinu segir afla- kóngurinn einmitt „maður verður víst að trúa því að þetta kvótakerfi sé óhjákvæmilegt". Hagræðingin og kvótaverðið Við breytingar þær sem gerðar voru á kvótalögunum, jókst mögu- leg arðsemi fiskveiða við ísland um marga milljarða króna á ári. Vélvæðing í fiskvinnslunni og þó einkum auknir möguleikar á út- flutningi á óunnum eða lítið unnum fiski þrengja líka mjög að óhagkvæmum vinnslufyrirtækj- um. Nú er slegist um hráefnið a suðvesturhorninu, og sá slagur er að breiðast út til annarra lands- hluta. Það má heita liðin tíð að Verðlagsráð geti tryggt fiskvinnsl- unni afkomu með því að hnika til fiskverði. Þessi staðreynd boðar gífurlegar breytingar, ekki síðuren kvótakerfið. Á árunum milli 1970 og 1980, þegar vinnsluhúsin spruttu upp, var hægt að ákveða fiskverð þannig að þau kæmust nokkurn veginn af. Með lágu fisk- verði mátti standa undir þeirn offjárfestingu sem virðist hafa att sér stað í vinnslunni, því þegar útgerðinni var í raun bannað að leita tilboða í fiskinn að viðlögðn tugthúsi, mátti mönnum vera nokk sama þótt þeir legðu upp í heima- byggð. Þetta var í raun ekkert annað en stjórnun með biðröðum og skömmtun eins og tíðkast hefur til skamms tíma austan tjalds, þar sem efnahagsmálum var stjórnað með lögregluvaldi. Þegar slegist er um fiskinn a bryggjunni, þá leiðir hagræðing 1 vinnslunni ekki til ofsagróða, heldur fyrst og fremst til hækkunar á fiskverði. Sama má í raun segja um veiðiskapinn sjálfan. Setjum sem svo að einhver finni upp ser' lega hentuga vörpu, sem minnk- aði olíukostnað um helming °8 yki afla á togtíma um annað eins- Ný fyrirtæki sem kynnu á nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.