Ægir - 01.11.1990, Side 20
580
ÆGIR
11/90
Markús Möller:
Kvótinn og lífskjörín
Inngangur
Margt skeður á sæ, og ekki
hefur hægt á atburðum eftir að
nýju kvótalögin voru sett. Þegar
sjást merki um að hafið sé nýtt
hagræðingarskeið eftir að ákveðið
var að fella niður gamla sóknar-
markið og undanþágur fyrir smá-
báta. Sá rausnarskapur löggjafans
að afhenda útgerðarmönnum
kvótann afgjaldslaust er nú ber-
lega kominn í Ijós, en meira
kemur síðar. Engum blandast
lengur hugur um að rétturinn til að
veiða fisk í friði er harla verðmæt-
ur. Ýmsir fylgikvillar nýju kvóta-
laganna eru einnig teknir að birt-
ast, og annarra er að vænta áður
en langt um líður. Ekki eru þó allar
blikur kvótakerfinu að kenna. Sum
veðrabrigði stafa af því að stjórn-
völd eru nauðug, viljug að sleppa
tökum á fiskverðinu. Þegar upp er
staðið, hafa frjálst fiskverð og nýir
möguleikar á ráðstöfun aflans ekki
minni áhrif en kvótalögin í þeim
breytingum sem nú ríða yfir ís-
lenskan sjávarútveg og byggðar-
lög.
Töpuð rómantík
Ýmislegt tapast þegar opnað er
fyrir hagræðingu í sjávarútvegi og
lögmál frjálss markaðar taka við af
gömlum siðum. Gömul rómantík
hverfur í einu vetfangi. Nú er
síldin vélsöltuð og búið með
bryggjuböllin. Þjóðflutningarnir
sem fylgdu vetrarvertíðinni eru
fyrir bí, og sjósóknin sefn var
hetjuskapur og barátta við höfuð-
skepnurnar breytist í vélvætt,
hættulítið og sérdeilis hagkvæmt
ryksugufiskirí. Söknuður ævintýra-
mannanna er skiljanlegur, og ég
held að hann skýri að mestu hina
mjög svo blendnu afstöðu margra
sjóskóknara og ekki síst Vestfirð-
inga til kvótakerfisins. Þessi
blendni og eftirsjá kemur skýrt
fram í nýlegu viðtali sem viku-
blaðið Pressan átti við frægan afla-
manna. Hann saknaði keppninnar
úr skrapdagakerfinu, en sagðist
jafnframt leikandi geta náð 8-9
þúsund tonnum á skip sitt ef hann
hefði til þess kvóta. Það þarf víst
ekki að taka fram að slíkur afli
næðist ekki ef allir sem vildu
fengju að skarka ókeypis á Halan-
um. Þegar á hólminn er komið
taka jafnvel aflaklærnar hag-
kvæmni og örugga afkomu kvóta-
kerfisins fram yfir glórulausa
keppni um samnýtta auðlind. í
lokin á Pressuviðtalinu segir afla-
kóngurinn einmitt „maður verður
víst að trúa því að þetta kvótakerfi
sé óhjákvæmilegt".
Hagræðingin og kvótaverðið
Við breytingar þær sem gerðar
voru á kvótalögunum, jókst mögu-
leg arðsemi fiskveiða við ísland
um marga milljarða króna á ári.
Vélvæðing í fiskvinnslunni og þó
einkum auknir möguleikar á út-
flutningi á óunnum eða lítið
unnum fiski þrengja líka mjög að
óhagkvæmum vinnslufyrirtækj-
um. Nú er slegist um hráefnið a
suðvesturhorninu, og sá slagur er
að breiðast út til annarra lands-
hluta. Það má heita liðin tíð að
Verðlagsráð geti tryggt fiskvinnsl-
unni afkomu með því að hnika til
fiskverði. Þessi staðreynd boðar
gífurlegar breytingar, ekki síðuren
kvótakerfið. Á árunum milli 1970
og 1980, þegar vinnsluhúsin
spruttu upp, var hægt að ákveða
fiskverð þannig að þau kæmust
nokkurn veginn af. Með lágu fisk-
verði mátti standa undir þeirn
offjárfestingu sem virðist hafa att
sér stað í vinnslunni, því þegar
útgerðinni var í raun bannað að
leita tilboða í fiskinn að viðlögðn
tugthúsi, mátti mönnum vera nokk
sama þótt þeir legðu upp í heima-
byggð. Þetta var í raun ekkert
annað en stjórnun með biðröðum
og skömmtun eins og tíðkast hefur
til skamms tíma austan tjalds, þar
sem efnahagsmálum var stjórnað
með lögregluvaldi.
Þegar slegist er um fiskinn a
bryggjunni, þá leiðir hagræðing 1
vinnslunni ekki til ofsagróða,
heldur fyrst og fremst til hækkunar
á fiskverði. Sama má í raun segja
um veiðiskapinn sjálfan. Setjum
sem svo að einhver finni upp ser'
lega hentuga vörpu, sem minnk-
aði olíukostnað um helming °8
yki afla á togtíma um annað eins-
Ný fyrirtæki sem kynnu á nýju