Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 14
574 ÆGIR 11/90 brúað með því að bræðslufiskur fari í meira mæli beint til manneldis. Á ég hér fyrst og fremst við síld en loðna kemur einnig þar til greina. Þessi spurning er mjög þrennandi einmitt nú þegar blikur eru á lofti varðandi sölu síldar- afurða okkar. Aukin gæði og vöruþróun felur bæði í sér bætta nýtingu hráefna og meiri verðmætasköpun. Að sjálfsögðu er það fyrst og fremst á færi fyrirtækjanna sjálfra að takast á við slíka þróun. Samt sem áður sýnir reynslan að stuðningur og hvatning frá stofnunum ríkisins getur skipt miklu. Þess vegna hefur Sjávarútvegsráðuneytið staðið að tveimur verkefnum á þessu sviði, annað á sviði aflanýt- ingar og hitt á sviði gæðastjórnun- ar. Þessi verkefni eru unnin í mjög náinni samvinnu við fyrirtæki í sjávarútvegi. Ég hef oft rætt um það að stefna ber að því að flotinn komi með allt að landi sem upp úr sjó kemur, þ.e. aukaafla og úrgang. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur þó enn sem komið er ekki talið raunhæft að setja slíkar reglur þar sem mögu- leikar á arðbærri vinnslu úr slíku hráefni hafa ekki verið nægir. Hins vegar er mikil þróun í þessum málum og mega menn bú- ast við því að slíkar kröfur verði gerðar áður en langt um líður. Raunar væri í sumum tilfellum fullkomlega eðlilegt að krefjast fullvinnslu úrgangs eingöngu vegna umhverfissjónarmiða. Átaki til betri aflanýtingar hefur verið stýrt af Aflanýtingarnefnd Sjávarútvegsráðuneytisins, sem starfað hefur frá ársbyrjun 1989. Unnið hefur verið að verkefnum nefndarinnar á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Verk- efnin hafa fjögur meginmarkmið: í fyrsta lagi að bæta flakanýtingu frystitogara, í öðru lagi að auka nýtingu aukaafurða til manneldis, svo sem með marningsvinnslu og söfnun hrogna og lifrar. I þriðja lagi að hvetja til nýtingar aukaafla sem kemur með afla fiskiskipa, einkum hjá frystitogurum. Og í fjórða lagi að leita leiða til að gera sem mest úr því hráefni sem ekki verður nýtt til manneldis, með framleiðslu fiskmjöls, meltu eða lýsis. Nú þegar sér fram á góðan árangur af þessum verkefnum sem leiða mun til tekjuaukningar fyrir þjóðarbúið sem nemur hundruð milljóna. Sem dæmi um mikilvægan ár- angur af þessu starfi má nefna að í desember s.l. kom út skýrsla með niðurstöðum úttektar á flakanýt- ingu um borð í frystitogurum sem unnin var á vegum Sjávarútvegs- ráðuneytisins sumarið 1989. Meg- inmarkmið verkefnisins var að þróa aðferð til að meta flakanýt- ingu um borð í frystitogurum með því að skoða flökin í landi. Farið var um borð í fjóra togara og nýt- ing mæld á u.þ.b. 1000 flökum um borð í þeim. Niðurstöður þess- arar úttektar komu af stað brenn- andi umræðum í þessum efnum. Nú spyrja skipstjórar iðulega í tal- stöðinni: „Hver er nýtingin hjá þér núna?" í stað þess að spyrja „Hvað hafið þið veitt?". Er að því stefnt að frá næstu áramótum verði teknir upp einstaklingsbundnir nýtingarstuðlar fyrir hvern frysti- togara. Af öðrum verkefnum má nefna að aflakaupabanki hefur starfað frá ársbyrjun og er reynslan af honum góð og sýnir að markaður er fyrir flestar tegundir aukaafla. Enn sem komið er hefur aðallega verið safnað aukaafla frá frysti- skipum. Nokkuð hefur verið unnið að því að gera meltu að fýsi- legum kosti fyrir skipin og þó nokkrum árangri hefur verið náð í marningsvinnslu um borð í frysti- togurum og byrjuðu nokkur skip að vinna marning á síðasta ári. Verið er það þróa vinnsluferil fyrir hann. Þessi verkefni sýna og sanna að með hvatningu og stuðn- ingi má vinna stórátak til bættrar nýtingar á sjávarfangi. VI. Alhliða gæðastjórnun sjáv- arútvegsfyrirtækja Nýlega heimsótti ég SÍAL mat- vælasýninguna í París. Þar er lögö mikil áhersla á að sýna sjávaraf- urðir í neytendaumbúðum. í ræðum við helstu viðskiptavi'1' íslensku söluaðilanna gerði e§ mér far um að spyrja um viðskipt' þeirra með íslenskar fiskafurðir- Það virtist almennur dómur þeirra að gæði frystra og saltaðra afurða frá íslandi hefðu farið vaxandi á undanförnum árum. Áreiðanleiki virtist vera það sem skipti þessa viðskiptavini okkar höfuðmáli- 1 því sambandi er lögð megin' áhersla á jöfn gæði, að hægt sé að treysta á afhendingartíma og að varan sé til reiðu þegar neytendur vilja fá hana. Ef það bregst þýðir lítið að útskýra hvers vegna varan er ekki til, því menn snúa sér ein- faldlega annað. Það komu hins vegar fram önnur sjónarmið þegar talið barst að ferska fiskinum frá íslandi. Hann þótti misjafn og at öðrum og minni gæðum en aðrar íslenskar sjávarafurðir. Hvað sem um útflutning á ferskum fiski verður sagt að öðru leyti virðist sem hann auki ekki orðstír okkar sem framleiðenda og útflytjenda a gæðavöru. Meðhöndlun okkar a ferskum fiski og sá tími sem fer 1 að flytja hann á markað virðist einfaldlega ekki skila kröfu- hörðum neytendum nægile8a góðum afurðum. Þetta er raunin þrátt fyrir að við fáum oft á tíðum hátt verð vegna lítils framboðs a fiski. Við eigum tvímælalaust ad hafa þann metnað að afurðir okkar sé frambærilegar á kröfuhörðustu mörkuðum heims. Á Fiskiþingi fyrir tveimur árum benti ég á að þeim árangri sem náðst hefði í stjórn fiskveiða yrd' að fylgja eftir með átaki í gæða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.