Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1990, Page 36

Ægir - 01.11.1990, Page 36
596 ÆGIR 11/90 Húsin i Þerney. Teiknuð eftir gamalli Ijósmynd. (Fra jóni M. Guðmundssyni, Reykjum Mosf.) var, og allt borið heim á tveggja og fjögra manna börum, en höggvið og lagað betur heima. Veggirnir voru tvöfaldir og loft á milli, og yfir gluggum og dyrum voru drangar svo langir, að þeir náðu alveg yfir. Er hús þetta að öllu leyti ágætt enn í dag. Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi, er stóð fyrrum á Eyr- inni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða. Siemsensverzlun átti þetta hús fyrst. Á vorin kom skip inn á Seyluna með salt, er skipað var upp í þetta hús, en seinni part sumars seldu bændur verkaðan og þurrkaðan saltfisk kaupmanni þeim, er átti þetta hús, og fluttu fiskinn í það. Kaupmaður sá, er verzlaði þarna síðast, hét G.E. Unbehagen, og átti hann þetta gríðarmikla hús. Á haustin kom svo skip til þess að sækja fiskinn. Þessi Unbe- hagen kaupmaður, sem var þýzk- ur, seldi svo Erlendi þetta hús fyrir fjögur hundruð krónur. Salthús þetta var að minnsta kosti tuttugu álnir á lengd og tólf álnir á breidd, allt byggt úr framúr- skarandi góðu timbri með timbur- þaki og allt lagt með hellu. Var timbrið og hellan notað í hús Erlends." Unbehagen hætti verslunarum- svifum árið 1886. Það ár lét hann halda „meiriháttar uppboð" á öll- um vöruleyfum verslunar sinnar." Líkur hér för okkar þar sem stiklað hefur verið á stóru á salt- fiskslóðum undangenginna ára- tuga í Reykjavík og næsta ná- grenni. Ástæða væri til að fjalla einnig um saltfiskverkun í Hafnar- firði en því er sleppt hér þar sem ýmislegt um hana má lesa í „Sögu Hafnarfjarðar". Þótt ýmislegt hafi verið tínt hér saman á einn stað er þó mikið ósagt. Hér er því ekki um sögu að ræða, heldur lítið innlegg í drög að sögu saltfiskverkunar í Reykja- vík og næsta nágrenni. Saltfiskverkun er og verður át'ram stunduð í Reykjavík þótt í minna mæli sé og öðruvísi en fyrrum, þegar flestar fjörur, sjávar- kambar og húsgarðar voru hvít af fiski og stakkstæði voru nánast við hvert hús og kot í Vesturbænum. Þá reyndu margar litlar hendur að létta foreldrum sínum Iífsbaráttuna með því að trítla á eftir mæðrun1 sínum á reitunum og taka til hencli við breiðslu og samantekt salt- fisksins eftir því sem kraftar og burðir leyfðu í hverju tilviki. Við skulum enda þessa um- fjöllun með einu erindi úr kvæði Hannesar Hafsteins ráðherra, er ber heitið „Þorsklof" frá árinu 1881: „Heyrðu vort þakklæti, heiðraði fiskur, hertur og saltaður, úldinn og nýr, Fyrir þinn verðleika fyllist vor diskur, frelsi og þjóðmegun til vor þú snýr ■■■ Helstu skriflegar heimildir: (aðrar en tilgreindar beint í texta). „íslendingar í Danmörku" Dr. 1°^ Helgason útg. 1931. „Sjómannasaga Vilhjálmur Þ. Gíslason útg. 1945. „Merkir athafnamenn " (Geir Zöegal Gils Guðmundsson útg. 1946. »Lih til baka", Matthías Þórðarson ,ra Móum útg. 1947. „Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands" Hendrik J. Ottósson útg. 1949. „Manneldi og heilsufar 1 fornöld" Skúli V. Guðjónsson útg- 1949. „Sigurður í Görðunum" hjálmur S. Vilhjálmsson (VSV) útg- 1952. „Thor Jensen, minningar Valtýr Stefánsson 1.-2. b. útg. 1955-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.