Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1990, Page 24

Ægir - 01.11.1990, Page 24
584 ÆGIR 11/90 Jón Þ. Ólafsson: Saltfiskverkun við Sundin blá „Naglakulið var hræðilegt meðan hendurnar voru að dofna..." Síðari hluti Úr Kvosinni leggjum við leið okkar austur með fjörunni inn í Skuggahverfi. Fyrirtækið Kveldúlfur hf. rak um áratugaskeið mjög umfangs- mikla útgerð, fiskverkun og síld- arbræðslur víðsvegar um land. Þá var rekið í tengslum við fyrirtækið stærsta kúabú landsins á Korpúlfs- stöðum. Mjólkurkýr voru þar árið 1934 yfir 300 talsins. Höfuðstöðv- ar Kveldúlfs voru í Reykjavík. Glæsilegustu saltfiskverkunarhús sem höfðu verið byggð hér á landi og báru af öllum öðrum sambæri- legum húsum að stærð og gerð þótt áratugir liðu, voru reist af félaginu við Skúlagötu í Reykjavík 1913-1916. Húsin sem voru tvö, en samtengd, voru þyggð á svo- kallaðri Móakotslóð í Skugga- hverfi. Þau voru tvílyft, byggð úr steinsteypu, fremra húsið (nær sjónum) var 1200 fermetrar að grunnfleti og aftara húsið 600 fer- metrar. Alls var samanlagður gólf- grunnflötur þeirra 3600 fermetrar! Á milli húsanna var níu metra breitt steypt port og að baki efra hússins, með aðkeyrslu frá Vatns- stíg, var annað 700 fermetra steypt port. Þaðan var unnt að aka inn á efri hæð húsanna, í gegn um tengiálmu sem stóð á súlum og inn á efri hæð fremra hússins. í þessum glæsilegu byggingum, var öll aðstaða eins og best varð á kosið til fiskverkunnar. Þar fór fram fiskþvottur, söltun og vél- vædd inniþurrkun, þar voru einn- ig salt- og veiðarfærageymslur, ennfremur „búðin" verslun- og birgðageymsla, er sá um af- greiðslu á kosti til skipanna, skrif- stofur fyrirtækisins o.fl. Stein- bryggja, „Kveldúlfsbryggjan", Ja beint fram af húsunum. Þar gátu togarar lagst að á flóði. Fyrirtækið var umsvifamikið í togaraútgerð. Á þess vegum voru gerðir út í einu er mest var, sjö togarar. Að auki gerði það út önnur fiskiskip °8 hafði einnig í förum eigin flutn- ingaskip; Muninn og Huginn sem fluttu varning til og frá landinu. Thor Jensen var stofnandi og aðal- eigandi Kveldúlfs. Hann fæddist í Danmörku þann 3. desember 1863. Hingað kom hann allslaus til innanbúðarstarfa á Borðeyri við Hrútafjörð 15 ára að aldri, þann 5. júní árið 1878. Á ýmsu átti eftir að ganga hjá honum næstu árin, en Höfuðstöðvar H. P. DUUS við Aðalstræti, Fischersund og Vesturgötu. Fiskþurrkunarhúsið (með turnunum) er t. v. á mynd' inni. Ljósm.: M. Ól. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.