Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Síða 10

Ægir - 01.01.1991, Síða 10
2 ÆGIR 1/91 Dr. Jakob Magnússon: Eitt og annað Fyrir röskum átján árum var haft eftir höfundi þessa greinakorns að loknum rannsóknaleiðangri á Grænlandshafi að mikið magn af karfa væri á þessum slóðum og að möguleikar á verulegri veiði ættu að vera fyrir hendi. Sem kunnugt er hófu Sovétmenn ásamt nokkrum öðrum Austur-Evrópu- þjóðum miklar veiðar úr þessum stofni. íslendingar hófu tilrauna- veiðar sjö árum seinna eða árið 1989. Veidarnar í greinarkorni í 1. tbl. Ægis 1990 voru settar fram hugmyndir höfundar um hvaðan úthafskarf- inn í Grænlandshafi væri kominn, hvert seiðin ræki og hvar hann eldist upp. Hér verða þessar hug- myndir ekki gerðar að umtalset'ni, heldur greint nokkuð frá veið- unum og rannsóknum í tengslum við þær. Tvö síðastliðin ár hafa íslend- ingar stundað tilraunaveiðar á úthafskarfa langt SV af landinu. Þær hafa nú sannfært menn um að grundvöllur er fyrir veiðum þarna fyrir velbúin, öflug skip. Á árinu 1989 reyndu alls 7 skip við þessar veiðar og veiddu samtals um 2700 tonn. Árið 1990 tóku hins vegar 12 skip þátt í veiðunum og öfluðu alls um 5500 tonn. Á sama tima og íslendingar hófu veiðar á úthafskarfa dróst veiði Sovét- manna stórlega saman. Heyrst um úthafskaría hefur að ástæðan væri sú að ekki hafi náðst samkomulag um verð vörunnar við kaupendur hennar. Eins og t'lestum er kunnugt eru veiðar á úthafskarfa stundaðar frá apríl til júlí, þ.e. yfir gottímann og um nokkurn tíma eftir hann. Lík- legt er, að hann mætti einnig veiða á haustin, a.ni.k. var það reynslan í rannsóknaleiðöngrum á fyrri hluta áttunda áratugarins. En þá var kart'inn þéttastur í vestan- verðu Grænlandshafi. Á árinu 1990 bættust fleiri þjóðir í þann hóp, sem stunda veiðar á úthafskarfa í úthafinu, langt SV af íslandi. í töflu 1 er yfir- lit yfir veiðarnar frá upphafi og þátttaka í þeim. En þrátt fyrir þátttöku fleiri þjóða, hefur heildaraflinn dregist verulega saman eins og líka má sjá á mynd 1, en það er auðvitað fyrst og fremst vegna minni afla Sovétmanna. Frá upphafi veiðanna árið 1982 hafa Sovétmenn stundað rann- sóknir á þessum stofni. Þessar rannsóknir beindust, sem eðlilegt er, mjög að því, að meta hve stór úthafskarfastofninn væri. Enn- fremur stunduðu þeir umfangs- miklar I íffræðilegar rannsóknir. Tilraunir þeirra til að meta stærð þessa stofns eftir seiðafjölda og bergmálsaðferðum voru ekki mjög sannfærandi af ýmsum ástæðum, sem hér verða ekki tíundaðar. Hins vegar voru Iíffræðileg gögn og aflaskýrslur þeirra og Austur- Þjóðverja notuð í vinnunefnd Alþjóða haírannsóknaráðsins til þess að reyna að reikna stot'n- stærðina út frá þeim. Þessi tilraun var fyrst gerð 1990. Samkvæmt niðurstöðum vinnunefndarinnar (sem byggðar eru á þessum gögnum) reyndist veiðistofninn rúm 500 000 tonn og á grundvelli þess lagði Alþjóða hafrannsókna- Tafla 1. Úthafskarfi frá upphafi veiöanna eftir löndum (í þús. tonna) Land 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990’) Búlgaría - 3 6 11 12 9 5 ? Færeyjar - - - - - 1 - - A-Þýskaland + 1 5 9 7 17 7 7.9 ísland - - - - - - 3 5.5 japan - - - - - - + 1.5 Noregur - - - - - - - 4.5 Pólland 1 - + + + + - + ? Sovétríkin 60 60 61 60 85 72 65 23 92 Samtals 61 ') Bráðahirgðatölur. 60 65 72 105 91 92 38 23.4

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.