Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 14
6 ÆGIR 1/91 úthafskarfa er sýking hans af völdum sníkjukrabbadýrsins Sphyrion lumpi (Mynd 5). Sníkju- dýr þetta finnst því sem næst hvar sem er á fiskinum, tíðast stök sér, en þó oft fleiri saman, sérstaklega við gotraufina. Hið sama er uppi á tengingnum hvað varðar kýli eða bris undir roðinu sem myndast af festingum dýrsins við fiskinn et'tir að dýrið að öðru leyti hefur slitnað frá. Á roði fisksins eru svartir og rauðir blettir (eða blandaðir blett- ir) einnig mjög tíðir. Þá eru „skuggar" eða dökkir blettir í holdi mjögtíðir. Uppruni þessara bletta, sem geta verið til mikilla lýta í holdinu, er ekki að fullu Ijós ennþá. En talið er að hér sé um meinlausa litbera að ræða. Könnun var gerð á sjáanlegri ytri sýkingu og blettum bæði árin. Á árinu 1989 reyndist 71.4% fisk- anna sýktir en 62.7% árið 1990. Bæði árin voru bris (eftir Sp. lumpi) og svartir blettir tíðastir. En sýkingartíðnin var hærri hjá hrygnum en hængum. Árið 1989 voru 76.1% hrygnanna og 61.4% hænganna sýkt og 1990 voru til- svarandi tölur 71.4% og 50.9%. Dökkir blettir í holdi voru einnig mjög tíðir. Af 820 fiskum sem athugaðir voru rneð tilliti til þessa árið 1990 reyndust 55.6% þeirra vera með slíkum blettuni og í um 15% þeirra voru þessir blettir mjög áberandi og sum flökin voru að mestu leyti undirlögð. Algengasta fæða karíans var Ijósáta, sviflægar marflær og krabbaflær, en pílormar, smokk- fiskar (smáir) og sniglar voru einnig á matseðlinum, þótt í smáum stíl væri. Athyglisvert var, að á norðanverðu veiðisvæðinu var aðaluppistaða fæðunnar Ijós- áta en marflær voru einnig alltíð- ar. En þegar sunnar dró (um 59°N og sunnar) voru marflær orðnar mikilvægastar í fæðunni og krabbat'lær komu næst en lítið orðið urn Ijósátu. Niðurlag Það fer ekki hjá því, að nokkur munur var á karfanum árin 1989 og 1990. Ýmsir skipstjórar höfðu orð á því, að þeir hefðu t’engið góðan afla í lægri sjávarhita en 5°. Ennfremur að karfinn liti betur út árið 1990 en árið áður. Líklegar skýringar á þessu eru að hængar voru í meirihluta í at'la togaranna (a.m.k. í apríl og maí) árið 1990. hað kann að vera að þeir hafi lundist í lítillega kaldari sjó en tal- inn er vera kjörhiti fyrir gotið. Það er greinilegt að íslenski flotinn var í apríl-maí 1990 að veiðurn þar seni hængar höfðu þéttst utan megingotsvæðis hrygnanna. Miklu meira var um hænga í aflanum 1990 en 1989. Sú staðreynd, að sýking sérstaklega af Sph. lumpier mun minni hjá hængum en hrygn- um gerir það að verkum að aflinn í heild leit betur út. Þetta er senni- lega einnig að hluta til skýringin á því, að karfinn (í apríl-maí) var minni 1990 en 1989. Höfundur er aðstoöarforstjóri Haf- | rannsóknastofnunar. LÖG OG REGLUGERÐIR Auglýsing um frádrátt vegna íss í afurðum frystiskipa 1. gr. Við löndun úr frystiskipum skal vega hverju fram- leiðslutegund, eða hluta hennar sérstaklega á hafnar- vog í löndunarhöfn samkvæmt ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 489/1990 um vigtun sjávarafla. Heildarþungi á hafnarvog, að frádregnum umbúðum og pöllum, skal lagður til grundvallar útreikningi á afla skipsins samkvæmt reglum um nýtingastuðla og ís í umbúðum. 2. gr. Margföldunarstuðull fyrir ís í umbúðum og af- urðum er eftirfarandi: 1. Flök án umbúða 0,98 2. Heill fiskur án umbúða: Grálúða 0,97 og karfi 0,92 3. gr. Reikna skal út afla frystiskipa þannig: Heildarþungi framleiðslunnar sem veginn er á hafnarvog. - Umbúðir og pallar = Brúttóþyngd framleiðslu x Margföldunarstuðull fyrir ís í umbúðum og afurð- um = Nettóþyngd framleiðslu x Nýtingarstuðull = Veiddur afli 4. gr. Auglýsing þessi er sett samkvæmt I. nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða og öðlast þegar gildi. Sjávarútvegsráðuneytið, 9. janúar 1991. F.h.r. Árni Kolbeinsson. Cylfi Gautur Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.