Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 40
32 ÆGIR 1/91 af alþjóðlega neyðarsendikerfinu (GMDSS) hefur verið rætt um að þessar baujur verði búnar sér- stökum radarsvörum í stað sendi- möguleika á 121,5 MHz. íslend- ingar verða að vera vel á verði þegar endanlegar alþjóðlegar reglur verða settar um þessa senda og |:>ess gætt að miðunarmögu- leikanum á 121,5 MHz verði haldið opnum áfram. Hægt er að gefa sér dæmi um notkun slíkrar bauju af íslandsmiðum í mjög slæmu veðri. Skip ferst í stormi og stórsjó við verstu vetraraðstæður, 406 MHz bauja losnar frá skipinu og byrjar sendingar þegar í stað. Það tekur tilkynningu urn það bil 1 Vi klst. að berast til björgunar- stjórnstöðva á íslandi að skip hafi farist á íslenska björgunarsvæð- inu. Á þeim tíma gæti gúmmíbát hafa rekið allt að 3 sml. og reynslan hefur sýnt að mjög erfitt getur verið að koma auga á gúmmíbjörgunarbát í slæmu veðri og sjó. Árið 1978 voru gerðar til- raunir á reki gúmmíbjörgunarbáta fyrir tilstuðlan Sjóslysanefndar með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Rek nokkurra báta var prót'að við slæm veðurskilyrði og í Ijós kom að mikill munur var á reki þeirra. Bátarnir voru settir út svo að segja samtímis og reyndist mikill munur vera á rekátt þeirra jafnvel þó þeir væru sömu tegundar og hlaðnir sama þunga. Sú þekking sem þá fékkst og síðar af öðrum tilraunum svipuðum sýnir nauðsyn þess að neyðarsendar verði áfram í björg- unarbátunum ásamt neyðarbauju sem losnar frá skipinu og het'ur jafnframt miðunarmöguleika. Það er Ijóst að erfitt gæti reynst að finna gúmmíbjörgunarbát í slæmu veðri nema með möguleikum á miðun. Bauja sem losnaði frá skipinu þegar það sykki myndi hafa allt annan rekhraða og rek- stefnu en björgunarbátar og jafn- vel rekstefna þeirra yrði mjög ólík þrátt fyrir að þeir væru sömu gerðar. Því er drepið á þessa þætti hér að þess verði vandlega gætt að ekki verði horfið frá gömlu neyð- arbaujunum sem nú eru í öllum gúmmíbjörgunarbátum nema eitthvað betra komi í staðinn. Ákjósanlegasti kosturinn virðist vera sá að nýju 406 MHz neyðar- duflunum verði komið fyrir í hverjum gúmmíbjörgunarbáti ef þess er nokkur kostur og gerð þeirra leyfir slíkt. Á þessari stundu er ekki séð að áðurneíndir radarsvarar komi að sama gagni og miðunarmöguleik- ar. Litlar eða engar tilraunir á slíkum búnaði hafa verið gerðar a.m.k. hafa ekki sést neinar upp- lýsingar um árangur þeirra. Rætt heíur verið um að langdrægi bún- aðarins geti verið allt að 5 sml en eins og þeir vita sem notað hafa ratsjár skipa í vondum- veðrum minnka möguleikar á að sjá hluti nálægt við slík skilyrði. Eins og fram hefur komið hefur reynst unnt að miða bauju með miðunar- möguleika 121.5 MHz úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í um 20 sml. fjarlægð, virðist því talsverður munur á búnaði þessum og þeim sem rætt er um og íull ástæða að fylgjast vel með framvinudu mála. í ágætri grein í 9. tölublaði tímaritsins Ægis eftir Þorgeir Páls- son prófessor var ítarlega fjallað um sjálfvirka tilkynningaskyldu sem hönnuð hefur verið af honum og öðrum starfsmönnum Kerfis- verkfræðistofu Verkfræðistofnun- unar Háskólans. Þar er ítarlega fjallað um uppbyggingu og ná- kvæmni sjálfvirkrar tilkynninga- skyldu. Hún byggir eins og fram kom í greininni á sjálfvirku strand- stöðvakerfi og sjálfvirkum búnaði um borð í skipum, þannig að nákvæmar staðsetningar skipa berast sjáltvirkt til eftirl itsmið- stöðvar. Hægt er að ráða með hve löngu millibili sendingar eru gerðar allt frá nokkrum mínútum og upp í klukkustundir. Þó er reiknað með að sendingar berist frá skipum á um það bil 15 mín- útna fresti að jafnaði. Hlekkist skipi á getur tilkynning verið komin þar um innan mjög Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson kemur med bilaðan bál ad landi á Isa- l'irði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.