Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 28
20 ÆGIR 1/91 Eiríkur Sigurbsson og Þór Jakobsson: Hafís við strendur íslands - flokkun hafísára Austur-Grænlandsstraumur ligg- ur úr Norður-íshafi meðfram austurströnd Grænlands, um Grænlandssund milli íslands og Grænlands og allt suður um Hvarf, suðurodda Grænlands. Mikill hafís berst með straumnum og er sumt komið langt úr norðri, en annað hefur myndast sunnar í Austur-Grænlandsstraumi. Auk hafíss sem myndast á sjó fljóta suður á bóginn borgarísjakar úr skriðjöklum Grænlands, og leifar þeirra, borgarbrot. Hafís á Grænlandssundi rekur stundum undan vindum og straumum inn á siglingaleiöir við Island og upp að ströndum landsins. Issins gætir mest noröur af Vestfjörðum og Norðurlandi. Hafísinn er ein helsta hindrun sigl- inga meðfram norðurströnd Islands. Alla jafna er siglingaleiðin með ströndum fram íslaus og greið yfir- ferðar, en alloft bregður þó út af. íssins verður að jafnaði fyrst vart úti fyrir Hornströndum. Það eru aðallega langvarandi suðvestan- og vestanáttir í Grænlandssundi sem valda því. Ríkjandi vestlægar áttir norður af landinu valda því einnig, að ísinn í Austur-Grænlandsstraumi berst af leið og austur í Islandshaf. Ef vestanáttin varir enn dögum saman, berst ísinn æ lengra aust- ur, jafnvel á móts við Melrakka- sléttu. ísbreiða þessi er gjarnan djúpt undan Norðurlandi. Engu að síður getur tilvist hennar á þessu haf- svæði gert það að verkum, að norðlægar áttir sem kynnu að taka við af vestlægu áttunum eru nú mjög varasamar. Mikil hætta er á, að ísinn berist suður og inn á sigl- ingaleiðir við Norðurland og jat’n- vel Austfirði. Dæmi er um, að ís berist að Norðausturlandi úr norðri eftir langvarandi norðlægar áttir án þess að áður hafi ríkt vestanáttir. ísbreiðan nyrst í íslandshafi, austur af Scoresbysundi, het'ur þá verið óvenjumikil og norðanáttin staðið lengi. Að lokum ber að athuga, að hafís sem á annað borð het’ur bor- ist inn á siglingaleiðir úti fyrir Norðurlandi berst austur á bóginn með strandstraumum þar til hann bráðnar eða hrekst t’rá landi í suð- lægum áttum. Hafísinn í Grænlandssundi er að jat'naði mestur seinni hluta vetrar og að vori. Hætta á haf- ískomu að ströndum Islands er því mest á þeim árstíma. Þá má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.