Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1991, Blaðsíða 41
1/91 ÆGIR 33 skamms tíma. Þá verða strax fyrir- liggjandi upplýsingar um nálæg skip og hægt að gera viðeigandi ráðstafanir. Miðað er við að send- ingar milli skipa og landstöðva fari fram á VHF. Ekkert virðist þó til fyrirstöðu að nota aðrar tíðnir svo sem til móttöku skeyta frá skipum á fjarlægum hafsvæðum og jafnvel um gervihnetti. í miðstöð Tilkynn- ingaskyldunnar í húsi SVFÍ í Reykjavík hefur nú um nokkurn tíma verið búnaður til að fylgjast með þeim skipum sem búin eru sjálfvirkum búnaði til sendinga til- kynninga. Á fjárlögum yfirstand- andi árs hefur verið veitt veru- legum fjárhæðum til frekari upp- byggingar þessa kerfis. Af þeirri reynslu sem fengist hefur hjá Til- kynningaskyldunni er Ijóst að um er að ræða mjög öflugt öryggis- kerfi fyrir skip og jafnvel aðra sem á slíkum búnaði þurfa að halda. Það er skoðun mín að enginn annar búnaður taki þessum fram varðandi öryggismál sjómanna að því er varðar sendingu neyðar- skeyta og öryggiseftirlit með skipum á sjó, og það hafi verið skynsamleg ákvörðun stjórnvalda að veita frekara fé til uppbyggingu þessa kerfis. Aðrar þjóðir skoða nú möguleika á sjálfvirku tilkynn- ingakerfi fyrir skip og er skemmst að minnast frétta nú nýlega um slíkt kerfi um borð í skipum gerðum út af þjóðum Evrópu- bandalagsins. Á þessu ári verða gerðar frekari prófanir á sjálfvirka tilkynningakerfinu og notkunar- svæðið væntanlega stækkað og skipstækjum fjölgað. Notkunar- svæðið nær nú frá Dyrhólaey og að SnæfelIsjökli en fyrirhugað er að stækka það allt til Vestfjarða á þessu ári og vonandi til austurs líka. Þess ber þó að geta að ennþá er aðeins um einfalt tilraunakerfi að ræða sem væntanlega mun breytast verulega á þessu ári. Að lokum vil ég geta þess að sjómönnum og útgerðarmönnum ásamt öllum þeim er áhuga hafa á öryggismálum sjómanna er frjálst að koma í miðstöð Tilkynninga- skyldunnar í húsi Slysavarnafé- lagsins á Grandagarði í Reykjavík og kynna sér þetta stórmerka öryggismál af eigin raun. Höfundur er deildarstjóri björgunar- deildar Slysavarnafélags íslands. Björgunarbáturinn Jón E. Bergsveinsson á leið til aðstoðar. VANTAR ÞIG? ÞORSKANET, japönsk gæði á frábæru verði. BLÝTEINA eða TÓG úr hinu nýja MOVLINE efni sem er 20% sterkara en PPF og hefur óvenju mikið núningsþol BÆTIGARN, fléttað PE í öllum sverleikum BÆTIGARN, fléttað PERLUGARN 5,0 og 6,0 mm. BÆTIGARN, fléttað NYLON 2.0 - 8.0 mm NETASTYKKI, úr fléttuðu PE eða PERLUGARNI Opið frá kl. 9-18 alla virka daga, og 11-14 laugardaga. Kvöld og helgarsími 75677. Marco hf. Langholtsvegi 111. Sími 91-680690
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.