Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Síða 41

Ægir - 01.01.1991, Síða 41
1/91 ÆGIR 33 skamms tíma. Þá verða strax fyrir- liggjandi upplýsingar um nálæg skip og hægt að gera viðeigandi ráðstafanir. Miðað er við að send- ingar milli skipa og landstöðva fari fram á VHF. Ekkert virðist þó til fyrirstöðu að nota aðrar tíðnir svo sem til móttöku skeyta frá skipum á fjarlægum hafsvæðum og jafnvel um gervihnetti. í miðstöð Tilkynn- ingaskyldunnar í húsi SVFÍ í Reykjavík hefur nú um nokkurn tíma verið búnaður til að fylgjast með þeim skipum sem búin eru sjálfvirkum búnaði til sendinga til- kynninga. Á fjárlögum yfirstand- andi árs hefur verið veitt veru- legum fjárhæðum til frekari upp- byggingar þessa kerfis. Af þeirri reynslu sem fengist hefur hjá Til- kynningaskyldunni er Ijóst að um er að ræða mjög öflugt öryggis- kerfi fyrir skip og jafnvel aðra sem á slíkum búnaði þurfa að halda. Það er skoðun mín að enginn annar búnaður taki þessum fram varðandi öryggismál sjómanna að því er varðar sendingu neyðar- skeyta og öryggiseftirlit með skipum á sjó, og það hafi verið skynsamleg ákvörðun stjórnvalda að veita frekara fé til uppbyggingu þessa kerfis. Aðrar þjóðir skoða nú möguleika á sjálfvirku tilkynn- ingakerfi fyrir skip og er skemmst að minnast frétta nú nýlega um slíkt kerfi um borð í skipum gerðum út af þjóðum Evrópu- bandalagsins. Á þessu ári verða gerðar frekari prófanir á sjálfvirka tilkynningakerfinu og notkunar- svæðið væntanlega stækkað og skipstækjum fjölgað. Notkunar- svæðið nær nú frá Dyrhólaey og að SnæfelIsjökli en fyrirhugað er að stækka það allt til Vestfjarða á þessu ári og vonandi til austurs líka. Þess ber þó að geta að ennþá er aðeins um einfalt tilraunakerfi að ræða sem væntanlega mun breytast verulega á þessu ári. Að lokum vil ég geta þess að sjómönnum og útgerðarmönnum ásamt öllum þeim er áhuga hafa á öryggismálum sjómanna er frjálst að koma í miðstöð Tilkynninga- skyldunnar í húsi Slysavarnafé- lagsins á Grandagarði í Reykjavík og kynna sér þetta stórmerka öryggismál af eigin raun. Höfundur er deildarstjóri björgunar- deildar Slysavarnafélags íslands. Björgunarbáturinn Jón E. Bergsveinsson á leið til aðstoðar. VANTAR ÞIG? ÞORSKANET, japönsk gæði á frábæru verði. BLÝTEINA eða TÓG úr hinu nýja MOVLINE efni sem er 20% sterkara en PPF og hefur óvenju mikið núningsþol BÆTIGARN, fléttað PE í öllum sverleikum BÆTIGARN, fléttað PERLUGARN 5,0 og 6,0 mm. BÆTIGARN, fléttað NYLON 2.0 - 8.0 mm NETASTYKKI, úr fléttuðu PE eða PERLUGARNI Opið frá kl. 9-18 alla virka daga, og 11-14 laugardaga. Kvöld og helgarsími 75677. Marco hf. Langholtsvegi 111. Sími 91-680690

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.