Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Síða 40

Ægir - 01.01.1991, Síða 40
32 ÆGIR 1/91 af alþjóðlega neyðarsendikerfinu (GMDSS) hefur verið rætt um að þessar baujur verði búnar sér- stökum radarsvörum í stað sendi- möguleika á 121,5 MHz. íslend- ingar verða að vera vel á verði þegar endanlegar alþjóðlegar reglur verða settar um þessa senda og |:>ess gætt að miðunarmögu- leikanum á 121,5 MHz verði haldið opnum áfram. Hægt er að gefa sér dæmi um notkun slíkrar bauju af íslandsmiðum í mjög slæmu veðri. Skip ferst í stormi og stórsjó við verstu vetraraðstæður, 406 MHz bauja losnar frá skipinu og byrjar sendingar þegar í stað. Það tekur tilkynningu urn það bil 1 Vi klst. að berast til björgunar- stjórnstöðva á íslandi að skip hafi farist á íslenska björgunarsvæð- inu. Á þeim tíma gæti gúmmíbát hafa rekið allt að 3 sml. og reynslan hefur sýnt að mjög erfitt getur verið að koma auga á gúmmíbjörgunarbát í slæmu veðri og sjó. Árið 1978 voru gerðar til- raunir á reki gúmmíbjörgunarbáta fyrir tilstuðlan Sjóslysanefndar með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Rek nokkurra báta var prót'að við slæm veðurskilyrði og í Ijós kom að mikill munur var á reki þeirra. Bátarnir voru settir út svo að segja samtímis og reyndist mikill munur vera á rekátt þeirra jafnvel þó þeir væru sömu tegundar og hlaðnir sama þunga. Sú þekking sem þá fékkst og síðar af öðrum tilraunum svipuðum sýnir nauðsyn þess að neyðarsendar verði áfram í björg- unarbátunum ásamt neyðarbauju sem losnar frá skipinu og het'ur jafnframt miðunarmöguleika. Það er Ijóst að erfitt gæti reynst að finna gúmmíbjörgunarbát í slæmu veðri nema með möguleikum á miðun. Bauja sem losnaði frá skipinu þegar það sykki myndi hafa allt annan rekhraða og rek- stefnu en björgunarbátar og jafn- vel rekstefna þeirra yrði mjög ólík þrátt fyrir að þeir væru sömu gerðar. Því er drepið á þessa þætti hér að þess verði vandlega gætt að ekki verði horfið frá gömlu neyð- arbaujunum sem nú eru í öllum gúmmíbjörgunarbátum nema eitthvað betra komi í staðinn. Ákjósanlegasti kosturinn virðist vera sá að nýju 406 MHz neyðar- duflunum verði komið fyrir í hverjum gúmmíbjörgunarbáti ef þess er nokkur kostur og gerð þeirra leyfir slíkt. Á þessari stundu er ekki séð að áðurneíndir radarsvarar komi að sama gagni og miðunarmöguleik- ar. Litlar eða engar tilraunir á slíkum búnaði hafa verið gerðar a.m.k. hafa ekki sést neinar upp- lýsingar um árangur þeirra. Rætt heíur verið um að langdrægi bún- aðarins geti verið allt að 5 sml en eins og þeir vita sem notað hafa ratsjár skipa í vondum- veðrum minnka möguleikar á að sjá hluti nálægt við slík skilyrði. Eins og fram hefur komið hefur reynst unnt að miða bauju með miðunar- möguleika 121.5 MHz úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í um 20 sml. fjarlægð, virðist því talsverður munur á búnaði þessum og þeim sem rætt er um og íull ástæða að fylgjast vel með framvinudu mála. í ágætri grein í 9. tölublaði tímaritsins Ægis eftir Þorgeir Páls- son prófessor var ítarlega fjallað um sjálfvirka tilkynningaskyldu sem hönnuð hefur verið af honum og öðrum starfsmönnum Kerfis- verkfræðistofu Verkfræðistofnun- unar Háskólans. Þar er ítarlega fjallað um uppbyggingu og ná- kvæmni sjálfvirkrar tilkynninga- skyldu. Hún byggir eins og fram kom í greininni á sjálfvirku strand- stöðvakerfi og sjálfvirkum búnaði um borð í skipum, þannig að nákvæmar staðsetningar skipa berast sjáltvirkt til eftirl itsmið- stöðvar. Hægt er að ráða með hve löngu millibili sendingar eru gerðar allt frá nokkrum mínútum og upp í klukkustundir. Þó er reiknað með að sendingar berist frá skipum á um það bil 15 mín- útna fresti að jafnaði. Hlekkist skipi á getur tilkynning verið komin þar um innan mjög Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson kemur med bilaðan bál ad landi á Isa- l'irði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.