Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1991, Page 14

Ægir - 01.01.1991, Page 14
6 ÆGIR 1/91 úthafskarfa er sýking hans af völdum sníkjukrabbadýrsins Sphyrion lumpi (Mynd 5). Sníkju- dýr þetta finnst því sem næst hvar sem er á fiskinum, tíðast stök sér, en þó oft fleiri saman, sérstaklega við gotraufina. Hið sama er uppi á tengingnum hvað varðar kýli eða bris undir roðinu sem myndast af festingum dýrsins við fiskinn et'tir að dýrið að öðru leyti hefur slitnað frá. Á roði fisksins eru svartir og rauðir blettir (eða blandaðir blett- ir) einnig mjög tíðir. Þá eru „skuggar" eða dökkir blettir í holdi mjögtíðir. Uppruni þessara bletta, sem geta verið til mikilla lýta í holdinu, er ekki að fullu Ijós ennþá. En talið er að hér sé um meinlausa litbera að ræða. Könnun var gerð á sjáanlegri ytri sýkingu og blettum bæði árin. Á árinu 1989 reyndist 71.4% fisk- anna sýktir en 62.7% árið 1990. Bæði árin voru bris (eftir Sp. lumpi) og svartir blettir tíðastir. En sýkingartíðnin var hærri hjá hrygnum en hængum. Árið 1989 voru 76.1% hrygnanna og 61.4% hænganna sýkt og 1990 voru til- svarandi tölur 71.4% og 50.9%. Dökkir blettir í holdi voru einnig mjög tíðir. Af 820 fiskum sem athugaðir voru rneð tilliti til þessa árið 1990 reyndust 55.6% þeirra vera með slíkum blettuni og í um 15% þeirra voru þessir blettir mjög áberandi og sum flökin voru að mestu leyti undirlögð. Algengasta fæða karíans var Ijósáta, sviflægar marflær og krabbaflær, en pílormar, smokk- fiskar (smáir) og sniglar voru einnig á matseðlinum, þótt í smáum stíl væri. Athyglisvert var, að á norðanverðu veiðisvæðinu var aðaluppistaða fæðunnar Ijós- áta en marflær voru einnig alltíð- ar. En þegar sunnar dró (um 59°N og sunnar) voru marflær orðnar mikilvægastar í fæðunni og krabbat'lær komu næst en lítið orðið urn Ijósátu. Niðurlag Það fer ekki hjá því, að nokkur munur var á karfanum árin 1989 og 1990. Ýmsir skipstjórar höfðu orð á því, að þeir hefðu t’engið góðan afla í lægri sjávarhita en 5°. Ennfremur að karfinn liti betur út árið 1990 en árið áður. Líklegar skýringar á þessu eru að hængar voru í meirihluta í at'la togaranna (a.m.k. í apríl og maí) árið 1990. hað kann að vera að þeir hafi lundist í lítillega kaldari sjó en tal- inn er vera kjörhiti fyrir gotið. Það er greinilegt að íslenski flotinn var í apríl-maí 1990 að veiðurn þar seni hængar höfðu þéttst utan megingotsvæðis hrygnanna. Miklu meira var um hænga í aflanum 1990 en 1989. Sú staðreynd, að sýking sérstaklega af Sph. lumpier mun minni hjá hængum en hrygn- um gerir það að verkum að aflinn í heild leit betur út. Þetta er senni- lega einnig að hluta til skýringin á því, að karfinn (í apríl-maí) var minni 1990 en 1989. Höfundur er aðstoöarforstjóri Haf- | rannsóknastofnunar. LÖG OG REGLUGERÐIR Auglýsing um frádrátt vegna íss í afurðum frystiskipa 1. gr. Við löndun úr frystiskipum skal vega hverju fram- leiðslutegund, eða hluta hennar sérstaklega á hafnar- vog í löndunarhöfn samkvæmt ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 489/1990 um vigtun sjávarafla. Heildarþungi á hafnarvog, að frádregnum umbúðum og pöllum, skal lagður til grundvallar útreikningi á afla skipsins samkvæmt reglum um nýtingastuðla og ís í umbúðum. 2. gr. Margföldunarstuðull fyrir ís í umbúðum og af- urðum er eftirfarandi: 1. Flök án umbúða 0,98 2. Heill fiskur án umbúða: Grálúða 0,97 og karfi 0,92 3. gr. Reikna skal út afla frystiskipa þannig: Heildarþungi framleiðslunnar sem veginn er á hafnarvog. - Umbúðir og pallar = Brúttóþyngd framleiðslu x Margföldunarstuðull fyrir ís í umbúðum og afurð- um = Nettóþyngd framleiðslu x Nýtingarstuðull = Veiddur afli 4. gr. Auglýsing þessi er sett samkvæmt I. nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða og öðlast þegar gildi. Sjávarútvegsráðuneytið, 9. janúar 1991. F.h.r. Árni Kolbeinsson. Cylfi Gautur Pétursson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.