Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 12

Ægir - 01.01.1991, Side 12
4 ÆGIR Hampiðjan hafði sérhannað og framleitt fyrir þessar veiðar. Flest þeirra áttu í nokkrum örðugleikum fyrstu dagana, bæði með vörpuna sjálfa og að koma sér niður á veiðistað og dýpi. Ef frá eru taldir þeir byrjunar- örðugleikar, sem flest veiðiskipin áttu við að etja, verður að segjast að úthafskarfaaflinn var mjög góður hjá þeim flestum. Þannig var meðalafli á togtíma tveggja skipa árið 1989 í júní-júlí 11 75 kg og meðalafli á togtíma 10 skipa í júní-júlí árið 1990 var 1123 kg þ.e. mjög svipaður meðalafla á togtíma bæði árin. Hins vegar var meðalafli á togtíma hjá 2 skipum í apríl-maí 1990 nokkru meiri, eða 1267 kg. Því miður liggja ekki fyrir tilsvarandi tölur fyrir aprí-maí 1989. Þótt hvorki sé búið að vinna til fulls úr aflaskýrslum né gögnum, sem safnað var þessi tvö ár (1989 og 1990) þá er eitt og annað komið fram, sem vert er að líta á. Veiðisvæði íslensku togaranna 32° 3\° 20° 0\° 00° 50° Mynd 2. Stadsetning toga tveggja veiðiskipa í apríi-maí 1990. var að mestu milli 58°N og 61°N og frá 31°V—33°V. Eitthvað var þó um, að togað væri utan þessara marka. Mynd 2 sýnir staðsetningu toga tveggja veiðiskipa í apríl—maí 1990. Togað var lengi, því hér er ekki um veiðar úr þéttum torfum að ræða, heldur misþéttri dreif á alIbreytilegu dýpi og þarf því að „smala" fiskinum saman. Veiðidýpi var svipað bæði árin, þ.e. 300-400 m dýpi í 5°-6° sjáv- arhita. Mynd 3 sýnir hitadreifing- una á austur-vestursniði, sem tekið var á Bjarna Sæmundssyni nyrst á veiðisvæðinu í maí 1990. 1/91 Austasta stöðin (nr. 198) er yfir Reykjaneshrygg. Besta veiðin var á milli stöðva 205 og 203, en fjar- lægðin á milli þeirra eru um 25 sjóm. Eins og sjá má á myndinni þá fer 300-400 m dýpið og 5° og 6° hitinn saman milli þessara stöðva. Þetta er í samræmi við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar voru 1982 og 1983. Rannsóknir Uthafskarfinn, sem veiddist á árinu 1990 var heldur smærri en árið áður. Þannig var megnið af karfanum 35-39 cm. 1989 og

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.