Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1991, Page 17

Ægir - 01.01.1991, Page 17
1/91 ÆGIR 9 skráð 30 upplýsingaatriði um togið, vörpuna og umhverfisað- stæður svo sem togtími, staðsetn- ingar, dýpi, sjávarhiti, veðurfar o.fl. og þessar upplýsingar skráðar jafnharðan í tölvu ásamt öllum upplýsingum um aflann. Niburstööur I þessari grein er lýst niður- stöðum úr þessum leiðangri og þær þornar saman við fyrri leið- angra. Gerð er grein fyrir því helsta sem kom út úr líffræði- legum athugunum á þorski, ýsu, karfa, steinbít og skrápflúru. Enn- fremur eru raktar niðurstöður varðandi stofnvísitölur þessara tegunda. Umhverfisþættir Hitastig sjávar var mælt á flestum togstöðvum í yfirborði og við botn og er meðalhiti úr botn- hitamælingum sýndur á 2. mynd. Á Norðurmiðum var botnhiti langt undir meðallagi áranna 1985- 1990, þótt hitinn væri heldur hærri en í mars 1989, en þá var botnhiti óvenju lágur á þessum slóðum. Eins og árið 1989 var einnig fremur kalt við botn og í yfirborði á Norðvesturmiðum og í kaldara lagi á Austurmiðum. Yfir- borðshitinn á þessu svæði endur- speglar sama ástand og botnhitinn (tafla 1) Á öðrum miðum er vart hægt að tala um afbrigðilegt hita- far í sjónum. Veður var með hag- stæðasta móti þann tíma sem 3. mynd. Lengdardreifing þorsks á noröursvæði og suðursvæði 1985, 1989 og 1990.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.