Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 18

Ægir - 01.01.1991, Side 18
10 ÆGIR 1/91 skipin voru að. Ríkjandi vindátt var NA-læg oftast gola eða kaldi og frátafir vegna veðurs voru rúm- lega einn sólahringur alls. Hafíss varð ekki vart á athugunarsvæð- inu. Lengdardreifingar Lengdardreifingar tegundanna, þ.e. hlutfallsleg skipting aflans í lengdarflokka er hér á eftir sýnd á norður- og suðursvæði. a) Þorskur Lengdardreifing þorsks á norð- ursvæði einkennist af 3 toppum ungfisks minni en 40 sm en sá fiskur er töluverður hluti aflans (3. ntynd). Hinn hluti aflans er fiskur á lengdarbilinu 50-70 sm. Hjá þessum stærri t’iski myndar lengd- ardreifingin nánast einn topp þar sem árgangar verða ekki aðgreind- ir. Topparnir þrír hjá minni fiskinum at'marka hinsvegar ár- ganga. Eins árs fiskur frá 1989 er um 10 sm langur, tveggja ára fiskur frá 1988 um 25 sm og þriggja ára fiskur frá 1987 um 35 sm langur. Fjöldinn í þessum aldurstoppum ungfisks fer vaxandi með vaxandi stærð fisksins, nokk- uð hliðstætt því sem nýliðunarár- gangar hafa skilað sér í stofnmæl- ingu botnfiska undanfarin ár. Á suðursvæði er þorskurinn stærri en á norðursvæði eins og jafnan eða mest á bilinu 50-80 sm (3. mynd) og mjög lítið er um t'isk minni en 50 sm. Einstaka árgangar eru lítt eða ekki afmarkaðir í lengdardreifingunni á því svæði nema það örlar aðeins á eins árs og tveggja ára fiski. Lengdardreifing þorsks úr stofn- mælingunni árið 1990 er töluvert frábrugðinn lengdardreifingunni í stofnmælmgunni 1989. Toppar Lengd (cm) Lengd (cm) 4. mynd. Lengdardreifing ýsu á norðursvæði og suðursvæði 1985, 1986 og 1990. 5. mynd. Lengdardreifing karfa á norðursvæði og suðursvæði 1985, 1989 og 1990.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.