Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1991, Síða 19

Ægir - 01.01.1991, Síða 19
ð9 6 bJ *■ C7, ^ S 1/91 ÆGIR eins og tveggja ára fisks úr mæl- ingunni 1989 hafa eðlilega færst UPP- Þótt nú megi sjá þrjá vel aímarkaða árganga ungfisks í lengdardreifingunni eru fjölda- gildin í mælingunni á þessum árgöngum það lág að ætla má að þeir séu allir undir meðallagi hvað stærð varðar. Til saman- burðar má sjá lengdardreifinguna frá 1985 þar sem eins og tveggja ára fiskur afmarkast vel í lengdar- dreifingunni. Tveggja ára fiskurinn frá 1983 er þar sérstaklega áber- andi enda mjög stór árgangur á ferð. b) Ýsa Lengdardreifing ýsu á norður- Sv'æði einkennist af háum toppi í kringum 15 sm (4. mynd). Þetta er eins árs ýsa (árgangur 1989), og gefur mælingin góðar vonir um að hér sé jafnvel mjög stór árgangur í uppvexti. Tveggja ára ýsa (ár- gangur 1988) er vel afmörkuð í fremur lágum toppi á bilinu 25-30 sm, sem gefur vísbendingu um fremur rýran árgang. Sömuleiðis sést þriggja ára ýsa af árgangi 1987 vel á bilinu 35^fO sm en fjöldinn gefur til kynna árgang síst stærri en árgang 1988. Aðrir ár- 11 gangar afmarkast vart í lengdar- dreifingunni sem myndar breiðan topp á bilinu 40-60 sm. Mjög lítið er um stærri ýsu en 60 sm. Lengdardreifing ýsu á suður- svæði (4. mynd ) bendir til þess að eins árs ýsa, um 15 sm að lengd, sé álíka algeng á suðursvæði og norðursvæði. Önnur smáýsa að 40 sm, á þriðja og fjórða ári, er hinsvegar mun sjaldgæfari á suðursvæði en á norðursvæði og í lengdardreifingu af fyrrnefnda svæðinu afmarkast árgangar mun betur en á því síðarnefnda. Stór ýsa (>60 sm) finnst á hvorugu 6. mynd.. Lengdardreifing steinbíts á norðursvæði og suðursvæði 1985, 1989 og 1990. 7. mynd. Lengdardreifing skrápfiúru á norðursvæði og suðursvæði 1986, 1989 og 1990.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.