Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 20

Ægir - 01.01.1991, Side 20
12 ÆGIR 1/91 svæðinu í einhverjum mæli. Þegar á heildina er litið er meira aí ýsunni á suðursvæði. Séu niðurstöður frá árinu 1990 bornar saman við niðurstöður úr fyrri stofnmælingumm þarf að fara aftur til áranna 1985 og 1986 til að finna hliðstæðan fjölda eins árs ýsu í stofnmælingunni en það voru árgangarnir frá 1984 og 1985 sem hafa reynst vera langt yfir meðallagi. c) Karfi Lengdardreifing karfa er í stór- um dráttum mjög svipuð því sem verið hefur í fyrri stofnmælingum, bæði eftir svæðum og í heild (5. mynd ). Mest ber á 25-40 sm fiski. en óvenjulítið mælist þó af fiski á bilinu 35-40 sm. Smærri fiskur myndar tvo fremur ógreinilega toppa á lengdarbilinu 10-20 sm. d) Steinbítur Lengdardreifing steinbíts ein- kennist í heild af tiltölulega jafnri hlutdeild fiska á bilinu 10-40 sm. Einna minnst ber á fiski á bilinu 40-50 sm (6. mynd ). Sé litið á lengdardreifingarnar eftir svæðum kemur í Ijós nokkur munur. Á norðursvæði er mun meira um smásteinbít. Smærri steinbítur en 25 sm fæst lítið á suðursvæði og mest ber þar á 60-70 sm fiski. Þegar á heildina er litið er hlutur smærri steinbíts (50 sm) nú hlut- fallslega mun meiri en í stot'n- mælingunni árið 1989. e) Skrápflúra Heildarlengdardreifing skráp- t'lúru einkennist af fiski á bilinu 15-40 sm eins og jafnan áður með topp á bilinu 30-35 sm (7. mynd). Meira er um smáa skrápflúru á suðursvæði en á norðursvæði. Megnið af skrápflúrunni fékkst á norðursvæði eins og í fyrri leið- öngrum. 8. mynd. Aldursdreifing þorsks á suðursvæði 1985-1990 i milljónum fiska. i milljónum fiska.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.