Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 23

Ægir - 01.01.1991, Side 23
1/91 ÆGIR 15 eitthvað dragi úr afla hennar síðla dags og síðla nætur. Stofnvísitölur Þau stot'nstærðargildi sem fást í stofnmælingu botnfiska eru nefnd stofnvísitölur. Þessar stofnvísitölur eru gefnar upp í fjölda fiska og í þyngd. Reiknaður er meðalfjöldi og meðalþyngd fiska í staðaltogi (4 sjm.) á undirsvæðum sem af- markast af reitum með sömu magneinkunn. Meðaltal allra undirsvæða er síðan vegið með flatarmáli svæðanna. Meðalafli í togi sem t'æst á þennan hátt er síðan margfaldaður með hlutfalli þess flatarmáls sem botnvarpan fer yfir í staðaltogi og heildarflatar- máli rannsóknasvæðisins og fæst þá svokölluð stofnvísitala. Af ýmsum ástæðum er stofnvísitala í mörgum tilvikum lægri en raun- veruleg stofnstærð: í fyrsta lagi er lóðrétt opnun botnvörpunnar um 2-3 m, þannig að fiskur sem heldur sig lengra frá botni er utan gagnasöfnunarsvæðisins. í öðru lagi má gera ráð fyrir að hluti þess fisks sem lendir í opi vörpunnar sleppi áður en hann berst inn í vörpuna og í þriðja lagi að eitthvað sleppi út um möskva vörpunnar. Framangreindir þættir eru að sjálfsögðu mismunandi eftir tegundum og stærðardreifingu hverrar tegundar, en aðferðin gerir ráð fyrir að sama tegund sýni svip- aða hegðun frá ári til árs. Þorskur Stofnvísitala þorsks árið 1990 reyndist töluvert lægri en árið 1989, eða 290 þús. tonn en var 513 þús. tonn 1989 (17. mynd). Þetta er lægsta stofnvísitala þorsks frá því stofnmælingin hófst árið 1985. Ef stofnvísitalan er reiknuð sér tyrir norður- og suðursvæði kemur í Ijós að vísitalan á suður- svæðinu er mjög áþekk því sem 4. ára 14. mynd. Meðalþyngd (grömm) ýsu eftir aldri á suður• svæði 1985-1990. 15. mynd. Meðalþyngd (grömm) ýsu eftir aldri á norður- svæði 1985-1990.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.