Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 25

Ægir - 01.01.1991, Side 25
1/91 ÆGIR 17 1 upphafi árs 1990 var árgangur 1983 aðeins um 20% af stærð sinni við upphaf ársins 1988. Argangur 1984 var, í ársbyrjun 1990, um 30% af stærð sinni 1988. Ört minnkandi stærð þess- ara tveggja meginárganga þorsk- stofnsins leiðir því óhjákvæmilega lil verulegs samdráttar þorsk- stot'nsins í heild. Til þess að meta tölfræðilega nákvæmni stofnvísitölunnar er notaður hundraðshluti staðalfrá- viks hennar. Því lægra sem þetta hlutfall er því áreiðanlegri telst stofnvísitalan. Sé þessi mælikvarði notaður hefur nákvæmnin verið minnst 1985 og 1989, 16% (18. mynd) en mest 1990, 8%. í leið- öngrunum 1986 til 1988 voru þessi gildi svipuð hjá þorski eða 5-14%. Líklega má rekja hlutfalls- lega litla nákvæmni í fyrstu mæl- ingunni 1985 til veðurfars og útbreiðslumynsturs þorsksins er mæling fór fram. Enda þótt stofnmælingartrollið hafi verið hannað m.a. með það í huga að ná vel til yngsta fisksins er Ijóst að þorskur er yfirleitt ekki kominn að fullu inn í mælinguna lyrr en þriggja til fjögurra ára gamall. Vegna þessa svo og vegna hrygningargangna og mismunandi veiðanleika á norður- og suður- svæði er eðlilegra að skoða vísi- tölu einstakra árganga fremur en vísitölu heildarstofns þegar metnar eru breytingar á stærð stofnsins. b) Ýsa Stofnvísitala ýsu reyndist nú 360 þús. tonn sem er sama vfsi- talan og mældist á síðasta ári (1 7. ^ynd). Árin 1985 og 1986 var stofnvísitala ýsu 250 þús. tonn. Arið 1987 þegar stóru árgangarnir frá 1984 og 1985 bættust í stofn- mn hækkaði stofnvístalan í 373 þús. tonn og hefur verið svipuð síðan. Ef undan er skilið árið 1987 eru stofnvísitölur ýsu í nokkuð góðu samræmi við niðurstöður skv. aldurs-afla aðferð (VP-grein- ing) en 1987 var staðalfrávik stofn- vísitölu fremur hátt. Breytileiki í nákvæmni á mæl- ingu ýsustofnsins hefur verið all- nokkru meiri en hjá þorski eða 9- 23% (18. mynd). c) Karfi Stofnvísitala karfa mældist 367 þús. tonn sem er lægsta vísitala frá upphafi stofnmælinga en var í fyrra (1989) 439 þús. tonn (17. mynd). Hæsta gildi mældist árið 1986, 493 þús. tonn. Áreiðanleiki mælinganna var í lakara lagi þ.e. staðalfrávik mælingarinnar var óvenju hátt (18.mynd) eða 26% en hefur verið á bilinu 13-20% af vísitölunni undanfarin ár. c) Steinbítur Frá því stofnmælingar með botnvörpu hófust hefur stofnvísi- tala steinbíts verið frá 43 þús. tonn 1985 niður í 27 þús. tonn 1988 (17. mynd). Vísitalan mældist 29 þús. tonn í ár sem er önnur lægsta vísitala sem fengist hefur. Áreið- anleiki mælinganna þ.e. hlutfall staðalfráviks af vísitölunni hefur verið tiltölulega svipaður frá upp- hafi mælinga eða 10-14% og var nú 10% (18. mynd). Litlar sveiflur hafa verið í stein- bítsafla frá ári til árs undanfarin ár enda margir árgangar í veiðinni. e) Skrápflúra Af þeim botnfiskstofnum, sem ekki eru nýttir að marki hefur 600 500- 400 300 200 100- 0- 400 300- 200- 100 85 86 87 88 89 90 Þor.skur 85 86 87 88 89 90 Ysa 85 86 87 88 89 90 Karfi 85 86 87 88 89 90 Steinbítur 77. mynd. Stofnvísitölur helstu tisktegundd (þúsund tonn) 1985-1990.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.