Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 26

Ægir - 01.01.1991, Side 26
18 ÆGIR 1/91 skrápflúrustofninn mælst stærstur (17. mynd). Stofnvísitalan hefur verið frá 42 þús. tonnum árið 1989 til 62 þús. tonna árið 1986 en mældist nú 48 þús. tonn. Þessar vísitölur gefa til kynna að hér sé um nokkuð stóran ónýttan stofn að ræða. Auk þess ber að hafa í huga að stofnmælingatrollið er ekki sniðið sérstaklega fyrir flat- fiskveiðar. Áreiðanleiki mæling- anna er mjög góður (18.mynd). Staðalfrávik stofnvísitölu skráp- flúru eru hlutfallslega lægst af þeim tegundum þar sem reiknuð hefur verið stofnvísitala (6-8%) og er það í samræmi við nokkuð jafna útbreiðslu skrápflúru. Nýliðun Á grundvelli fyrirliggjandi stofn- mælingargagna og eldri gagna frá árunum 1976—1982 er unnt að meta stærð yngstu árganga þorsk- stofnsins með nokkurri nákvæmni en meiri óvissa ríkir með ýsuna. a) Þorskur Utreikningar á árgangastyrk þorsks miðað við þriggja ára nýliða gefa eftirfarandi niðurstöð- ur: Árgangur 1986 virðist vera einn slakasti árgangur sem fram hefur komið síðustu áratugina og er metinn um 130 milljónir nýliða. Árgangar 1987 og 1988 virðast einnig vera mjög rýrir, en þó lítið eitt skárri en árgangur 1986 og eru metnir á 140 og 150 milljónir nýliða. Árgangur 1989 virðist einnig vera lélegur en mat á honum byggist þó á mjög tak- mörkuðum gögnum. Hann er met- inn á 170 milljónir nýliða. Á heildina litið hefur nýliðun í þorskstofninn því verið mjög slök síðustu 4 árin. b) Ýsa Nýliðunarmat á ýsu, byggt á niðurstöðum stofnmælingarleið- angra, kann að vera nokkru meiri óvissu háð en hjá þorksi þar sem lítið er um gögn fyrir 1985 til að styðjast við. Árgangar 1986 til 1988 virðast allir vera nokkuð undir meðallagi einkum árgangur 1987. Árgangarnir 1986 og 1988 eru hvor um sig áætlaðir 40 millj- ónir tveggja ára nýliða og árgangurinn frá 1987 35 milljónir. Árgangur 1989 kom fram í stofn- mælingunni 1990 sem eins árs fiskur í mjög miklu magni. Bráða- birgðamat á styrk hans bendir til þess að um mjög stóran árgang sé að ræða, eða um 100 milljónir tveggja ára fiska. Helstu niðurstöður Sjávarhiti við botn var langt undir meðallagi á norðurmiðum miðað við meðaltal áranna 1985- 1990. Þá var sjávarhiti almennt í lægra lagi á austurmiðum. Lengd- ar- og aldursdreifingar sýna að þorskárgangarnir frá 1983-85 sem verið hafa uppistaðan í þorskstofn- inum skera sig nú lítt úr á norður- svæði. Sterkir árgangar virðast ekki í uppvexti. Hvað ýsu varðar er 5 ára ýsa frá 1985 meginuppi- staðan í stofninum. Þessi árgangur var mest áberandi á suðursvæði. Eins árs ýsu af árgangi 1989 varð mikið vart í stofnmælingunni og virðist þar sterkur árgangur á ferð- inni. Lengdardreifingar karfa, steinbíts og skrápflúru eru í megin- atriðum svipaðar og verið hefur og breytingar hafa verið litlar. Meðal-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.