Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 27

Ægir - 01.01.1991, Side 27
1/91 ÆGIR 19 þyngd þorsks eftir aldri hefur ekki verið lægri síðan stofnmælingar hófust. Þetta er sérstaklega áber- andi á suðursvæði. Meðalþyngd ýsu var einnig lægri á suðursvæði en mælst hefur undanfarin 6 ár. Svipaðrar þróunar gætti einnig á norðursvæði hjá ýsu en þó ekki í eins miklum mæli. Dægursveiflur í afla voru svipaðar og áður, þ.e. markverðra og reglulegra sveiflna gætir hjá karfa og steinbít þar sem karfaafli er mestur á daginn en steinbítsaflinn er mestur að nóttu til. Stofnvísitala þorsks reyndist sú lægsta sem mælst hefur frá því stofnmælingin hófst árið 1985. Stofnvísitala ýsu reyndist sú sama og mældist á síðasta ári. Stofnvísi- tala karfa mældist sú lægsta frá upphafi stofnmælinga en tölfræði- legur áreiðanleiki mælinganna var og í lakara lagi. Stofnvísitala stein- bíts var með lægra móti miðað við fyrri gildi og vísitala skrápflúru í meðallagi. Tölfræðileg nákvæmni mælinganna hjá öllum tegundum er innan þeirra marka sem verið hefur á undanförnum árum. Ný- liðun þorsks virðist hafa verið mjög slök síðustu 5 árin og engir sterkir eða meðalsterkir árgangar í uppvexti. Ýsuárgangurinn frá 1989 virðist vera stór árgangur en aðrir uppvaxandi ýsuárgangar virðast nokkuð undir meðallagi. Þakkir Um 75 sjómenn störfuðu á skipunum 5 sem þátt tóku í rann- sóknarleiðangrinum er farinn var s. I. vetur. Auk þess sáu 25 start's- menn Hafrannsóknarstofnunnar um gagnameðhöndlun um borð í skipunum. Fjölmargir aðrir komu °g við sögu á einn eða annan hátt °g er öllu þessu fólki hér með þakkað. POLY-IŒ TOGHLERAR MEIRA EN 100 STÆRÐIR OG ÞYNGDIR AF HLERUM EIGUM ÁVALLT FLESTAR GERÐIR AF HLERUM OG BLÖKKUM A LAGER B/V BESSl ÍS—410 NOTAR POLY-IŒ TOGHLERA EINS OC FLEST TOGVEIÐISKIP Á ÍSLANDI ÞEGAR ÞÚ KAUPIR POLY-ICE ERTU AÐ KAUP AGÆÐA VÖRU FRAMLEIÐUM EINNIC: FLOTTROLLSHLERA FLOTTROLLSLÓÐ TROLLSLÆÐUR TOCBLAKKIR, DEKKRÚLLUR, POLLATOPPAR, VÍRARÚLLUR Á LAGER: D-LÁSAR PATENT LÁSAR FLATHLEKKIR ECCHLEKKIR SIGURNAGLAR KEÐJUR RAFSUÐUVÍR „BAKSTROFFUR" ÁRATUGA REYNSLA í FRAMLEIÐSLU TOCBÚNAÐAR J. HINRIKSSON hf. Súðarvogur 4. P.O. Box4154. 124 Reykjavík, Sími: 91-84677; 680775. Telex: 2395 Henrik. Telefax: 91-689007. ÆGIR er blað þeirra sem vilja fylgjast með sjávarútvegsmálum

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.