Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1991, Page 39

Ægir - 01.01.1991, Page 39
1/91 ÆCIR 31 flytja ýmsar upplýsingar svo sem um þjóðerni sendandans og annað sem að gagni má koma. Tíðnin 121,5 MHz gerir það að verkum að hægt er að miða út sendiduflið á einfaldan hátt með venjulegri VHF miðunarstöð. Sendistyrkur duflsins er á 406 MHz 5 W en 60 mw á 121.5 MHz. Miðunarstöðvar fyrir slíkar sendingar eru í nokkrum íslensk- um skipum þar með töldum varð- skipum og flugvélum Landhelgis- gæslunnar. Ennfremur hafa margir björgunarbátar SVFÍ verið búnir slíkum miðunarstöðvum. SVFÍ hefur komið upp VHF miðunar- stöðvum á Garðskaga og í Grímsey og uppsetning á slíkum stöðvum er fyrirhuguð víðar um landið m.a. í Vestmannaeyjum. Fyrrgreind tilraun var gerð í samráði við jarðstöðina ÍToulouse í Frakklandi, útvegaði hún leyfi til þessarar tilraunar og sá um að til- kynnt yrði til annarra stöðva að hér færi fram tilraun á ákveðnum tíma. Tilraunin hófst á tilsettum tíma þrátt fyrir óhagstæð veður- skilyrði en hægur vindur var og sjólítið og gekk á með dimmum éljum. Duflinu var sökkt í sleppi- búnaði sínum kl. 11.00 og flaut það upp af 4 m dýpi. Þyrla Land- helgisgæslunnar TF-SIF sem þátt tók í tilrauninni heyrði strax merkin og hóf hún miðunartil- raunir ásamt björgunarbátnum Jóni E. Bergsveinssyni sem búinn er VHF miðunarstöð. Miðunartil- raunirnar tókust mjög vel, betur en nokkur þorði að vona. TF-SIF gat miðað þessar sendingar misvel eftir hæð flugvélarinnar, en sem dæmi um fjarlægð gat hún miðað neyðarsendinn í 20 sjómílur í 2000 feta hæð. Bb. Jón E. Berg- sveinsson miðaði sendingar dufls- ins með góðu móti í um það bil 7 sml. Þess ber þó að geta að bátur- inn er mjög lágur á sjónum og skerðir það möguleika hans til miðana. Duflið flaut upp kl. 11.03 og kl. 12.42 eða 1 klst. 39 mín. síðar barst fyrsta skeytið frá Toul- ouse með staðarákvörðun duflsins og skeikaði aðeins um 1000 metrum. Síðan bárust skeytin fram eftir degi með jöfnu millibili. Ljóst er af þessari tilraun og öðrum sem gerðar hafa verið erlendis að nákvæmni þessara neyðardufla er mjög mikil en þó er athugavert að 1 klst. 30 mín. tími leið frá því sendingar hófust þar til tilkynning barst á telex um fyrstu staðsetning- una. Samkvæmt upplýsingum frá COSPAS/SARSAT geta liðið allt að 1 klst. 28 mín í biðtíma (waiting time) frá því að neyðarsendirinn hefur sendingar og þar til jarð- stöðin hefur fengið endanlega niðurstöðu. Kemur það heim og saman við tilraunina sem gerð var í Faxaflóa. í umræðu hjá Al- þjóða siglingamálastofnuninni um þessar neyðarbaujur sem eru hluti GERFIHNETTIR Myndin sýnir t'eril merkis frá neyðardufli.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.