Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 46

Ægir - 01.01.1991, Side 46
38 ÆGIR 1/91 LÖG OG REGLUGERÐIR REGLUGERÐ um möskvastærðir í tog- vörpum, möskvamæla og mæliaðferðir 1- gr. Lágmarksmöskvastærð í botn- vörpu og flotvörpu skal vera 155 mm, sbr. 6. gr. Botnvarpa og flotvarpa merkir skv. 1. mgr. 1. gr. og 2. gr. vörpur sem notaðar eru til veiða á helstu botnfisktegundum hér við land og tekur ekki til varpna, sem notaðar eru til veiða á sérstökum nytja- stofnum eins og humri, rækju, kolmunna, spærlingi og fleiri teg- unduni, sem háðar eru sérstökum leyfum. Með poka skv. reglugerð þess- ari er átt við aftasta hluta vörpunn- ar. Allir pokar skulu jat'n breiðir eftir endilangri lengd þeirra og skulu þeir annað hvort skornir á síðum eða legg, ef um leggpoka er að ræða sbr. þó a. lið 12. gr. Oheimilt er að nota umbúnað af nokkru tagi til að koma í veg fyrir rennsli fisks aftur í poka. 2. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 1. gr. er skipum, sem stunda veiðar með botnvörpu og flotvörpu á þeim svæðum sem tilgreind eru hér á eftir, heimilt að nota riðil með lág- marksmöskvastærðinni 135 mm í allt að 25 öftustu metruni poka vörpunnar. a) Á svæði fyrir Vestur- og Suður- landi utan línu, sem dregin er 320° réttvísandi frá stað 66°1 7'N og 24°00'V og 1 2 sml. utan grunnlínu, vestur og suður að línu sem dregin er um eftir- greinda punkta: 1. 64°44'N, 24°27'V 2. 64°44'N, 24°12'V og þaðan utan línu sem dregin er 5 sml. utan við Geirfugla- drang og þaðan utan 4ra sjó- mílna frá grunnlínupunktum suður og austur um að 18°00'V og þaðan í réttvísandi 180° í stað 63°17'N, 18°00'V og þaðan utan línu sem dregin er um eftirgreindra punkta: 1. 63°41 'N, 15°30'V 2. 64°19'N, 12°26'V 3. 64°25'N, 1 2°11 'V 4. 64°40'N, 11°26'V og þaðan utan línu, sem dregin er í réttvísandi norður út að mörkum fiskveiðilandhelginn- ar. 3. gr. Lágmarksmöskvastærð humar- vörpu skal vera 80 mm. 4. gr. Lágmarksmöskvastærð rækju- varpna skal vera 45 mm í vængjum aftur að þaki (miðneti) en 36 mm í öðrum hlutum rækju- vörpunnar. Við veiðar á rækju innan við- miðunarlínu á svæði frá Bjarg- töngum norður og austur um að Rauðanúp skal nota net á legg í a.m.k. fjórum öttustu metrum vörpunnar. 5. gr. Lágmarksmöskvastærð botn- varpna og flotvarpna sem notaðar eru til veiða á loðnu skal vera 16 mm, spærlingi 20 mm og kol- munna 38 mm. 6. gr. Við möskvamælingar skal nota möskvamæla, seni þannig eru gerðir: 1. Hlutar möskvamælis eru: Mælistika, aflmælir fyrir 0-6 kg átak og lóð með tveggja og fimm kg massa. 2. Mælistika, sem nota skal til að mæla möskvastærð skv. reglu- gerð þessari skal vera 2 mm þykk úr traustu efni og þannig gerð, að hún aflagist ekki. Stikan skal mjókka fram á við í hlutfallinu 1 á móti 8 hvorum megin. Breidd stikunnar skal merkt á 1 mni bili. Á efri enda stikunnar skal vera gat nægi- lega stórt til að notast sem handfang og á neðri enda skal vera gat til að hengja í lóð. Á efri enda skal ennfremur vera gat til að festa aflmæli við stik- una. 7. gr. Við mælingu möskva skal mælistiku beitt þannig: 1. Netið skal strekkt svo að möskvar teygist eftir lengdar- línu þess. 2. Mjórri enda á stiku sbr. 6. gr. skal stungið í möskvann horn- rétt á netið. 3. Stikunni skal stungið inn í niöskvann annaðhvort með handafli eða með því að nota lóð eða aflmæli, þar til mælir- inn stöðvast á skásettu hlið- unum vegna viðnáms frá möskvanum. 4. Leggmöskvi skal teygður milli upptökuhnúta þegar stikunni er stungið í hann. 8. gr. Við val á möskvum til mælingar skal eftirfarandi gætt: 1. Þeir möskvar sem mæla á skulu mynda röð at’ 20 sam- liggjandi möskvum, sem velja skal eftir lengdarás vörpunnar. Eigi skal mæla möskva sé hann viðgerður, slitinn eða eitthvað fest í hann. 2. Möskva skal ekki mæla nær leisum, burðarlínum og koll- línu en 4 möskvum. 3. Eingöngu skal mæla net þegar þau eru blaut og ófrosin.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.