Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1991, Side 31

Ægir - 01.10.1991, Side 31
10/91 ÆGIR 531 ahrif hér a |anc)j Hvað sjávarút- Ve8inn varðar þá eru breyting- arnar jafnvel enn víðtækari en kv®ði samningsins um tolla- ^hkanir gefa til kynna. hJndanfarin ár hefur sjávarút- Ve8urinn gengið í gegnum breyt- |n8askeið sem tekur til greinar- !nnar í heild sinni. Eftir útfærslu andhelginnar í 200 mílur réðu s endingar einir yfir stórum hluta nVtanlegra fiskimiða. Útfærslunni /'gdi í senn nýtingarréttur og .Vrgð. íslenskir sjómenn eru nanast einir um miðin innan land- ^ginnar og fyrir allnokkru var rð'ð Ijóst að fiskurinn í sjónum er ^niörkuð auðlind. Hana verður a nÝta á sem hagkvæmastan hátt n8forðast rányrkju. Útfærsla land- e|ginnar hafði í för með sér ófyrir- °ar afleiðingar. Tekjuaukinn Ve8na brotthvarfs erlendra veiði- 'Pa hleypti lífi í greinina. Þegar ' an takmarkanir í hefðbundnum ®reinum voru fyrirsjáanlegar fór utgerðin að leita á önnur mið. Tilraunir voru gerðar með nýjar tegundir, sérhæfing innan flotans jókst og áhersla var lögð á verð- mætaaukningu landaðs afla. Nægir að nefna úthafsrækjuna, flatfisk ýmiskonar og nú síðast djúphafskarfann. En útfærsla land- helginnar hafði einnig önnur og ögn langsóttari áhrif. Flestar þjóðir fóru að fordæmi íslendinga og færðu út sína land- helgi sem síðan leiddi til þess að fiskmenninsarþjóðir heimsins eins_ og Frakka, Spánverja og Japana fór að sárvanta hráefni. Útsjávar- veiðar þeirra hafa dregist verulega saman á örfáum árum. Þar við bætist að eftirspurnin eftir sjávar- fangi hefur aukist. íslendingar flytja nú út vörur til fleiri landa en áður. Það sem er ef til vill mikil- vægara er að fiskmenningarþjóð- irnar eru orðnir stórir viðskipta- vinir (Japan, Frakkland og Spánn) en þær borga að öllu jöfnu besta verðið fyrir þá vöru sem fellur að sérkröfum þeirra). Breytingar í framleiðslu og dreifingu afurða Bein sala Vinnsla á markaöi Vinnslustöövar Formlegt eignarhald I Beln sala Bein sala Vinnsla á markaöi IZZ Sölusamtök I Vinnslustöövar _________Áður____________ pðlmörgum (isktegundum var oreytt í tiftölulega einsleita vöru. Veiöar, vinnsja og markaös- setning tengist í lóöréttri keöju* Væntanl. þróun Samkeppni um sjávarfang, sér- vinnsla algengari. Allir veröa aö keppa um hráefniö á mörkuöunum. Mikil uppbygging hefur verið í greininni innanlands og er nú svo komið að almennt er talið að flot- inn sé að minnsta kosti 30% of stór.3 Á núverandi vinnslufyrir- komulagi eru einnig gallar sem m.a. koma fram í því að afkastageta fiskvinnslufyrirtækja er í mörgum tilfellum margföld á við það sem daglega er unnið í þeim. Þetta á ekki aðeins við um bolfiskvinnsl- una, heldur ekki síður við rækju- vinnslu og bræðslu. Nú þegar samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði hefur verið gerður er staða greinarinnar eftir- farandi: Miklar breytingar hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað. Kvótakerfið er komið til að vera jafnvel þó það sé ekki fullmótað. Verð á fiski nálgast heimsmark- aðsverð með tilkomu fiskmarkað- anna. Vinnslan verður að keppa um hráefnið á markaði bæði beint og óbeint. Bæði útgerð og vinnsla eru verulega skuldsett og þrátt fyrir góðan hagnað nokkurra fyrirtækja ramba mörg hver á barmi gjald- þrots. Á sama tíma er heimsmark- aðsverð á fiski með því besta sem hefur þekkst og á það við allar teg- undir. M.ö.o. framtíð greinarinnar er björt en staða einstakra fyrir- tækja innan hennar slæm. Þar við bætist að í náinni framtíð verður afli minni ef eitthvað er og því er fyrirsjáanlegur erfiður tími að- lögunar að nýjum aðstæðum. Á sjómannadaginn má fara í sparifötin, berja sér á brjóst og fullyrða að íslendingar séu ein fremsta fiskveiðiþjóð heimsins, en slík sjálfsánægja dugir skammt ein og sér.4 Ef nýta á það forskot og þá reynslu sem við höfum á ákveðnum sviðum þá verður að vinna vörur sem með einum eða öðrum hætti byggja á fiski en eru þó ekki fiskafurðir nema þá að hluta. Þarna verður þekkingin að koma til.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.