Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1991, Side 60

Ægir - 01.10.1991, Side 60
560 ÆGIR 10/9' a) Fleiri samstarfsverkefni. b) Aukna veiði á fjarlægari miðum. c) Meira fiskeldi. Það sem vinnur gegn þessari þróun er eftirfarandi: 1) Hærri meðalaldur sjómanna, þar sem færri og færri yngri menn fást í sjómennsku. 2) Meiri tilkostnaður innanlands, þróunin er frekar í þá átt við öflun fisks að kaupa fisk í stað þess að veiða hann. 3) Færri veiðiheimildir á fjar- lægum miðum. 4) Fiskeldi geta verið takmörk sett vegna aukinnar mengunar. Vegna þessara breyttu aðstæðna í japönskum sjávarútvegi, þá munu fiskveiðifyrirtæki, miðlungs- og stærri fyrirtæki líta á tækifæri sem bjóðast eins og samstarfsverkefni utan Japans þar sem framleiðslu- kostnaður er lægri. Á hinn bóginn munu strandveiðar Japana halda áfram vegna: 1) Fiskeldis og sjávareldis. 2) Markaðssetningar á nýjum fiski. 3) Frístundaveiða. Eftirspurn eftir sjávarafurðum mun vaxa nokkuð en neyslu- mynstrið mun breytast. Á hefðbundinn hátt borða Jap- anir fisk sem er ferskur, frystur, hertur og niðursoðinn. Yngri kyn- slóðin virðist ekki greina fisk frá öðrum matvælum. Fiskinnkaup heimila munu ekki vaxa, en það mun tíðkast í æ ríkari mæli að borða úti. Vaxandi eftirspurn og staðnað framboð af fiski, mun leiða til ónógs framboðs sem auk- inn innflutningur mun bæta úr. Japan mun eftir sem áður viðhalda stöðu sinni sem stærsti einstaki markaðurinn fyrir innfluttar sjávar- afurðir. Heimild: INFOFISH

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.