Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 14
294
ÆGIR
6/92
bætt sér upp minni afla á fjarlæg-
um miðum með aukinni nýtingu
heimamiða, þó er þar vart um
auðugan garð að gresja.
Afli Japana dróst enn saman á
árinu 1990 og var það annað
samdráttarárið í röð. Afli Japana
var rúmar 11,9 milljónir tonna
árið 1988. Minnkandi afli í Japan
árið 1989 var fyrirboði stærri tíð-
inda. Nú berast þær fréttir frá Jap-
an að hrun hafi átt sér stað í afla
mikilvægustu fisktegundar þeirra,
þ.e. japönsku sardínunnar. Hér er
um að ræða einn stærsta fiskstofn
veraldar sem yfirleitt hefur verið
einn þriggja fiskstofna sem mest-
an afla hefur gefið. Hvort hér er
um hrun stofnsins að ræða hefur
Ægir ekki enn frétt.
Ljóst hefur verið um nokkurt
skeið að japönsk útgerð býr við
mjög harða samkeppni frá inn-
lendum iðnaði um vinnuafl og
fjármagn og mun líklega fara hall-
oka þrátt fyrir hátt fiskverð á
heimamarkaði. Sést sú samkeppni
best á hraðvaxandi innflutningi
sjávarafurða til Japans síðustu
árin. Hinn japanski maður er ein-
faldlega að verða of dýr fyrir fisk-
veiðarnar á sama máta og breskt
vinnuafl varð of dýrt fyrir breskan
landbúnað á síðustu öld. (í fram-
hjáhlaupi má geta þess að öfugt
hefur gilt á íslandi. Hér hefur
samkeppnin við sjávarútveginn
gert íslenskt vinnuafl of dýrt fyrir
iðnaðinn, þannig að það hefur
leitað í fiskveiðarnar eða í af-
leiddar greinar eins og þjónustu
af ýmsum toga og milliríkjavið-
skipti.)
ísland hélt 16. sæti á listanum
yfir aflahæstu þjóðir veraldar, þótt
það tapaðist á öðrum vettvangi á
árinu 1990. Flestir vita hinsvegar
að fiskafli íslendinga dróst mjög
saman á árinu 1991 og því senni-
legt að við höfum hrapað alllangt
niður listann, en það verður von-
andi tímabundið og raunar tölu-
verðar líkur til að við nálgumst
okkar stað í röðinni yfir aflahæstu
þjóðir á árinu 1992. Veiðar ís-
lendinga úr uppsjávarstofnum
ráða mestu um aflamagnið eins
og flestir vita og nokkrar líkur eru
á að afli af íslandsmiðum nái yfir
1,5 milljón tonn á yfirstandandi
ári.
Um aðrar þjóðir á töflunni yfir
fimmtíu aflahæstu þjóðirnar er
fátt að segja. Frændur okkar Dan-
irfalla úr 12. sæti niður í 15. sæti
yfir aflahæstu þjóðirnar og hefur
fiskafli þeirra ekki verið minni um
langt árabil. Afli Norðmanna
minnkaði um ríflega 160 þúsund
tonn milli áranna 1989 og 1990.
Nú viróist hinsvegar orðið Ijóst að
Norðmenn náðu botni árið 1990 í
þeim öldudal sem norskur sjávar-
útvegur hafði stefnt ofan í um
langan tíma þar á undan.
Að lokum er rétt að vekja at-
hygli á afla Indverja á árunum
1989 og 1990, en bæói þessi ár
er at’li sem kemur á land á Ind-
landi yfir 3,5 milljónir tonna. AuÆ
þess sem líklegt er að erlend
veiðiskip veiði innan lögsögunnaf
fisk sem aldrei kemur á land 3
Indlandi. í þessu Ijósi virðist ekk'
eftir miklu að slægjast fyrir íslend-
inga að því er varðar viðbótarafl3'
ef miðað er við þær íullyrðingar
að draga megi 4 milljónir tonn3
af sjávarfangi úr sjó innan ind'
versku lögsögunnar. Að vísu ge[ur
verið að hluti þessa afla sé konv
inn úr eldisstöðvum. Samt sem
áður verður að telja ólíklegt að IS'
lendingar séu samkeppnisf£enr
við Japani og Kóreumenn sen1
þarna hafa veitt um árabil og ha,a
fyrir löngu aðlagast aðstæóum-
Mikilvægustu fiskstofnarnir
Úr flestum stærstu fiskstofnuH
heimshafanna veiddist minna a
árinu 1990 en árið áður. Af töfu
2 geta lesendur séð aflamagn ur
helstu fiskstofnum heimsin5-
Alaskaufsinn trónir enn á topp11
Tafla 2
20 mest veiddu fisktegundir heims
Afli í tonnum
Tegund 1988 1989 1990
Alaskaufsi 6.658.607 6.320.902 5.792.813
Japanssardína 5.428.922 5.142.930 4.734.922
Suður-Ameríkusardína 5.382.681 4.530.393 4.253.718
Chilemakríll 3.245.699 3.654.628 3.828.452
Ansjósa 3.613.107 5.407.527 3.771.577
Evrópusardína 1.366.325 1.558.305 1.539.708
Atlantshafssíld 1.685.904 1.631.298 1.538.418
Atlantshafsþorskur 1.955.675 1.775.567 1.499.153
Silfurkarpi 1.508.371 1.359.695 1.423.381
Makríll 1.825.770 1.685.485 1.391.250
Túnt’iskur 1.281.625 1.221.486 1.238.972
Karpi 1.204.943 1.090.225 1.229.434
Graskarpi 608.832 960.922 1.042.429
Guluggatúnfiskur 896.072 936.763 986.529
Loðna 1.142.325 897.657 982.434
Bítill 617.616 682.818 752.711
Stórhöfðakarpi 716.365 653.566 677.687
Atlantshafsmakríll 708.673 591.099 657.385
Kyrrahafsostrur 707.671 649.327 654.706
Kolmunni 671.636 662.655 576.673