Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 16
296
ÆGIR
6/92
Jón Þ. Þór:
Sókn þýskra togara á
íslandsmið fram að
síðari heimsstyrjöld
Veiðisaga þýskra togara á ís-
landsmiðum var bæði löng og
merk, og eins og margir munu
minnast, voru Vestur-Þjóðverjar
meðal ákveðnustu andstæðinga
okkar í þorskastríðunum, deilum
vegna útfærslu íslensku fiskveiði-
lögsögunnar í 12, 50 og 200 sjó-
niílur. í þessum deilurn höfðu
Bretar jafnan forystu fyrir þeim út-
lendu þjóðum, er reyndu að
hamla útfærslunni, en Vestur-
Þjóðverjar fylgdu þeim fast og má
það kallast næsta eðlilegt þegar
litið er til veiða útlendinga hér við
land á þessari öld. Þar voru Bretar
jafnan umsvifamestir og mest á-
berandi, en þegar nánar er að
gáð, kemur í Ijós, að veiðar Þjóð-
verja á íslandsmiðum voru oft á
tíðurn aðeins litlu minni en veiðar
Breta og miðin hér við land ekki
síður mikilvæg þýskum sjávarút-
vegi en breskum. Af einhverjum
ástæðum virðast íslendingar þó
yfirleitt hafa orðið minna varir við
þýsku togarana en þá bresku og
kann það að hafa stafað af því að
Þjóðverjarnir héldu sig meira á
tilteknum, afmörkuðum veiðislóð-
um, veiddu t.d. fremur lítið á
Faxaflóa og höfðu minni mök við
landsmenn en Bretarnir. Þýskir
togarar leituðu t.d. mun sjaldnar
hafnar hér á landi en hinir bresku
og komu á færri hafnir.
í þessari ritgerð verður þess
freistað að rekja nokkuð upphaf
botnvörpuveióa Þjóðverja hér við
land og greina síðan frá sókn
þeirra á íslandsmið fram til þess
er síðari heimsstyrjöldin braust út
haustið 1939.
I
Fyrstu heimildir, sem til eru um
að þýsk skip hafi reynt botn-
vörpuveiðar hér við land eru frá
sumrinu 1889. I júnímánuði það
ár kom þýskt skip, President
Herwig, til Reykjavíkur,1 og
reyndi fyrir sér um botnvörpu-
veiðar á Faxaflóa. Skipverjar voru
vitaskuld ókunnugir fiskislóðum í
Flóanum og svo virðist sem þeir
hafi verið óheppnir með togslóð
því samtímaheimild hermir að
þeir hafi sópað öllu sem í botnin-
um var og rifið vörpuna.2 Flafa
þeir vafalaust lent á hrauni.
Ekki verður nú séð að Þes5'
fyrsta tilraun Þjóðverja til botn-
vörpuveiða hér við land hafi nei^
bein áhrif, en hún var engu a
síður talandi tákn um, hve'*
stefndi í fiskveiðum ýmissa þjóc'J
Norður-Evrópu um þessar munö'
ir. Bretar reyndu botnvörpuveiðar
á gufuskipum við ísland í tyrsta
skipti þetta sama sumar og nia
vafalaust rekja siglingu þeirra
þýska skipsins hingað til lands 11
sömu rótar: fiskistofnum í Norður
sjó var tekið að hnigna sökum ot
veiði, en þar höfðu gufusk'P
stundaö botnvörpuveiðar Up1
nærfellt tveggja áratuga
Árangurinn af ferð
Herwig til íslands sum---- ,
virðist ekki hafa orðið til ÞeSS a
skeið-
PresideP
,rið 1889
Tafla I
Afli þýskra togara á íslandsmiðum 1903-1914 (torrn)
Ár Þorskur Ýsa Ufsi Annað Sanitals
1903 3.918 2.570 517 816 7.821
1904 3.767 3.776 774 1.144 9.461
1905 4.477 5.470 2.074 1.181 13.202
1906 6.695 6.135 3.635 1.374 17.839
1907 8.773 5.219 2.967 3.115 20.074
1908 9.026 4.951 2.555 3.911 20.443
1909 12.686 6.281 3.168 4.681 26.816
1910 13.049 5.745 3.932 6.294 29.020
1911 13.455 5.864 4.692 6.774 30.785
1912 15.389 5.872 4.254 5.085 30.600
1913 16.411 5.157 5.641 4.297 31.506
1914 14.561 3.252 3.330 2.361 23.504
Heimild: Bulletin Statistique 1903-1914.