Ægir - 01.06.1992, Blaðsíða 50
330
ÆGIR
6/92
Árni ÓF 43
19. febrúar á sl. ári bættist við flota Ótafsfirðinga
nýtt fiskiskip, Árni ÓF 43, en skip þetta var keypt not-
að frá Noregi. Skipið, sem áður hét Öragutt, var
smíðað árið 1986 (afhent í maí) hjá Vaagland Baat-
byggeri A/S, Vaagland, Noregi, smíðanúmer 111 hjá
stöðinni.
Skipið er tveggja þilfara stálfiskiskip, búið til tog-
veiða með rækjuvinnslubúnaði. Árni ÓF er smíðaður
eftir sömu teikningu og Sigurbára VE (sjá 8. tbl. ‘91),
en breiddin er 10 cm minni. Eftir að skipið kom til
landsins var sett í það ný rækjuvinnslulína og frysti-
tækjabúnaður endurbættur. Hinn nýji Árni ÓF kemur
í stað Guðvarðar ÓF 44 (787), 78 rúmlesta eikar-
báts, smíðaður í Danmörku árið 1955, sem hefur
verið úreltur.
Árni ÓF er í eigu Árna hf., Ólafsfirði. Skipstjóri á
skipinu er Sæmundur Jónsson og vélstjóri Guðvarð-
ur Jónsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Jón Sæ-
mundsson.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum °S
undir eftirliti Skipskontrollen í Noregi, með tvö þHtö'
stafna á milli, gafllaga skut, og brú á reisn frarnafl
við miðju á efra þilfari, og er búið til togveiða me
búnaði til rækjufrystingar.
Mesta lengd.......................... 19.22 m
Lengd milli lóðlína.................. 15.00 m
Breidd (mótuð)........................ 5.90 m
Dýpt að efra þilfari.................. 5.10 m
Dýpt að neðra þilfari................. 3.00 m
Eigin þyngd............................ 110 t
Særými (djúprista 3.00 m).............. 147 t
Burðargeta (djúprista 3.00)............. 37 t
Lestarrými.............................. 50 m
Brennsluolíugeymar.................... 23.8 nr
Ferskvatnsgeymar....................... 4.3 m
Brúttótonnatala......................... 82 BT
Rúmlestatala............................ 88 Brl
Skipaskrárnúmer....................... 2127
Árni ÓF 43 í heimahöfn. Ljósmynd: Útgerð.