Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1993, Page 14

Ægir - 01.01.1993, Page 14
Friðrik Friðriksson Aukning á útflutningi Norömanna á sjávarafurðum Nýjustu tölur Norðmanna um út- flutning sjávarafurða á síðasta ári gera ráð fyrir 3% verðmætaaukn- ingu, en magnaukningu sem nemur 11%, eða alls 123.000 tonnum. Alls nam útflutningur norskra sjávaraf- urða um 143 milljörðum króna m.v. gengi 4/2/93 (norska krónan = 9-3 ísl. krónur). Árið 1992 jókst sam- keppni á mörgum mörkuðum Norð- manna og einingarverð féll. Einung- is á fjórum mörkuðum gat norskur sjávarútvegur haldið virðisauka, þessir markaðir voru Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland, allt þýðingarmikil Evrópubandalags- lönd. Það sem bætti útflutnings- stöðu norsks sjávarútvegs árið 1992 var makríll til Japans, saltfiskur til Portúgal og þorskur, ýsa og ufsi til Bretlands og Þýskalands. Á þremur þýðingarmiklum mörkuðum varð lækkun í hlutfallslegu veröi, sem var meiri en sem nam samdrætti í 10 ÆGIR 1. TBL. 1993 magni. Hins vegar gekk mjög illa á mörkuðum í Svíþjóð, Bandaríkjun- um og Brasilíu. Það sem helst eykur útflutning Norðmanna á sjávarafurð- Verömæti sjávarvöruútflutnings Norömanna jókst um 3% á síðastliðnu ári en magnaukning varð 11%. um er ferskur lax, en útflutt magn jókst um 17.5% og nam 107.000 tonnum. Einnig varð þróunin já- kvæð hvað varðar frysta og pillaða rækju. Útflutt magn jókst um 15.7% í 14.940 tonn og heildarverðmætið jókst um 17.4%. Aðrar afurðir, þar sem útflutt magn og verð þróuðust á hagkvæman hátt, voru saltaður ufsi og keila, fryst og fersk laxaflök og ekki síst fiskmjöl. Mesta hlutfalls- lega verðhækkunin á árinu var á óskelflettri rækju (13.8%), saltaðri löngu (9.6%) og grálúðu (8.2%), hins vegar varð samdráttur mikill í magni í þessum tegundum. Athyglis- vert er að innflutningur Norðmanna á fiski og fiskafurðum jókst um 11% í fyrra eða um 18.6 milljarða króna. Innflutningur á ferskum og frystum þorski til vinnslu innanlands nam um 7.4 milljörðum króna og var það aðallega úr rússneskum togurum. Afgangurinn var m.a. fiskmjöl og lýsi, um 3-4 milljarðar króna, og rækja um 2.9 milljarðar króna. Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu markaðina árið 1992.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.